Grænlensk menningarvika

Grænlensk menningarvika Í vikunni verður grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð. Grænlenskir listamenn koma í heimsókn, sýna

Fréttir

Grænlensk menningarvika

Mynd: wikimedia commons
Mynd: wikimedia commons
Í vikunni verður grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð.

Grænlenskir listamenn koma í heimsókn, sýna grænlenska list og fræða börnin um Grænland, sögu þess og menningu.


Pauline Motzfeldt sýnir grænlenska söngva og dansa og segir sögu trommunnar. Pauline er kennari og hefur haldið fyrirlestra og námskeið í Danmörku og Grænlandi.

Miki Jacobsen er ljósmyndari, myndlistamaður, tónlistarmaður og leikari. Hann gerir m.a. andlitsgrímur eftir grænlenskri hefð. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði á Grænlandi, Norðurlöndunum og í Kanada.

Fjallabyggð hefur fengið styrk í verkefnið frá Menningarráði Eyþings, Barnamenningarsjóði og Grænlandssjóði.




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst