Grétar og Rooney eru jafnir

Grétar og Rooney eru jafnir Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í hóp þeirra leikmanna sem lagt hafa upp flest mörk í ensku

Fréttir

Grétar og Rooney eru jafnir

Grétar Rafn Steinsson. Ljósmynd visir.is
Grétar Rafn Steinsson. Ljósmynd visir.is
Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í hóp þeirra leikmanna sem lagt hafa upp flest mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili.

Grétar Rafn lagði upp sitt fjórða mark í leik Bolton gegn Sunderland um síðustu helgi og aðeins fimm leikmenn í deildinni hafa gert betur í vetur. Að auki hefur Grétar skorað tvívegis sjálfur, þó seinna markið hafi reyndar verið skráð á félaga hans, Kevin Davies, þar sem boltinn breytti um stefnu af baki hans á leið sinni í netmöskvana.

Eini varnarmaðurinn á listanum

Siglfirðingurinn kraftmikli er í fríðum hópi leikmanna þegar litið er á þá sem lagt hafa upp flest mörk í deildinni en eins og sjá má hér að neðan hafa t.d. ensku landsliðsmennirnir Wayne Rooney og Shaun Wright-Phillips lagt upp jafnmörg mörk og Grétar sem lék með ÍA í efstu deild áður en hann fór í atvinnumennsku. Þessir eru efstir í stoðsendingunum:
7 – Emmanuel Adebayor (Arsenal).
6 – Mikel Arteta (Everton), Dimitar Berbatov (Man.Utd), Steed Malbranque (Sunderland).
5 – Ashley Young (Aston Villa).
4 – Grétar Rafn Steinsson (Bolton), Dean Marney (Hull), Robbie Keane (Liverpool), Wayne Rooney (Man. Utd), Denilson (Arsenal), Rory Delap (Stoke), Shaun Wright-Phillips (Man. City).
Grétar Rafn leikur sem hægri bakvörður hjá Bolton og er eini leikmaðurinn af þessum 12 efstu sem spilar sem varnarmaður að staðaldri. Innkastssérfræðingurinn Rory Delap leikur ýmist á miðju eða sem bakvörður hjá Stoke.

vs@mbl.is


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst