Grétar Rafn óttast ekki ađ fara á Anfield

Grétar Rafn óttast ekki ađ fara á Anfield Grétar Rafn Steinsson segist ekki ćtla ađ láta upplifunina viđ ađ spila sinn fyrsta leik á Anfield Road stíga

Fréttir

Grétar Rafn óttast ekki ađ fara á Anfield

Grétar segir ađ sínir menn ćtli ađ ná fyrsta sigri Bolton gegn Liverpool á Anfield í meira en 50 ár en liđin mćtast ţar annan í jólum.
Grétar segir ađ sínir menn ćtli ađ ná fyrsta sigri Bolton gegn Liverpool á Anfield í meira en 50 ár en liđin mćtast ţar annan í jólum.
Grétar Rafn Steinsson segist ekki ætla að láta upplifunina við að spila sinn fyrsta leik á Anfield Road stíga sér til höfuðs þegar þeir hvítklæddu mæta Liverpool þar annan í jólum.
Þessi grimmi bakvörður vonast til að hann og liðsfélagar sínir nái góðri frammistöðu gegn toppliðinu en Bolton hefur ekki unnið leik á Anfield í yfir fimmtíu ár. Grétar er fullur sjálfstrausts og er viss um að ef að þeir nái að sýna sínar bestu hliðar í leiknum geti þeir bundið enda á þessa sigurgöngu Liverpool. Ég kippi mér ekkert upp við völlinn eða liðið, þetta er bara enn einn fótboltaleikurinn,sagði Grétar. Við eigum síðan annan leik tveimur dögum seinna og þetta er þétt skipað yfir jólin en það er eitthvað sem við verðum að takast á við.
Við verðum að fara til Liverpool og reyna að ná einhverju úr leiknum og svo fara heim og taka á móti Wigan. Við verðum að vera klárir í slaginn, leggja hart að okkur og vinna okkar vinnu. Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu mánuði getum við staðið okkur vel. Fyrr á tímabilinu sagði fyrirliðinn Kevin Nolan að eitt af stærstu markmiðunum á þessu tímabili væri að festa Bolton í sessi sem lið í efri hluta deildarinnar. Grétar segir að þeir séu á góðri leið með að ná því takmarki en þeir verði að halda áfram á sömu braut á nýju ári og halda stöðugleikanum. ,,Það gengur ágætlega," sagði hann. Ef þú lítur á stigatöfluna þá sérðu að allir eru að vinna alla og smá stöðugleiki getur fleytt þér langt áfram. Við verðum að halda áfram eins og við höfum verið að gera, ná stigum til okkar og þá getum við farið að tala um að komast í hópinn meðal toppliðanna þar sem Bolton var á árum áður.
Siglfirðingurinn knái vísaði því einnig á bug að þeir gætu einfaldlega farið og notið leiksins á Anfield eftir að hafa tryggt sér stigin þrjú gegn Portsmouth um helgina.
Við njótum ekki neins leiks - þetta er atvinnumannafótbolti og við ætlum að fara þangað og vinna okkar vinnu og gera það sem við eigum að gera. Ef þú getur notið leiksins þá er það í lagi en fyrst og fremst er það mikil vinna og við verðum að ná fram góðri frammistöðu og fá stig þar sem við þurfum eins mörg og við getum í þessum mánuði til að tryggja stöðu okkar í deildinni.

Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst