Gróa á leiti í ræðustól
http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/ | Rebel | 16.01.2009 | 00:53 | Robert | Lestrar 292 | Athugasemdir ( )
Gróa á Leiti var þekkt fyrir að segja “Ólyginn sagði mér” síðan sagði hún sögu sem iðulega var lítil
eða jafnvel engin innistæða fyrir. Í opinberum umræðum undanfarið virðist sem sumir telji að þeim sé nú heimilt að nota orðalag
og setja fram hluti sem áður fyrr hefði verið talið óviðeigandi. Dæmi um slíkt eru ummæli Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur á fundi
í Háskólabíói á mánudaginn var. Á fundinum sagðist Sigurbjörg hafa fengið skilaboð frá ónefndum
ráðherra að hún ætti að tala varlega á fundinum. Sigurbjörg vildi ekki nafngreina ráðherrann. Af þeim sökum beindist grunur að
Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra. Guðlaugur sagðist ekki hafa sagt þetta við Sigurbjörgu samt sem áður lá hann undir grun og
framsetning Sigurbjargar var greinilega til þess ætluð að láta líta svo út sem að hún hefði verið beitt óeðlilegum
þrýstingi af ráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er vönduð manneskja og hún gerði strax og hún vissi af þessum ummælum Sigurbjargar grein fyrir
því að hún hefði sagt þetta við Sigurbjörgu. Hún hefði ráðlagt henni sem vinkona hennar og velunnari að haga orðum
sínum innan eðlilegra marka. Semsagt engin hótun. Vinkona ráðleggur vinkonu sinni - hennar sjálfrar vegna. Ekki sem ráðherra. Ekki á
grundvelli skipunarvalds eða sem vinnuveitandi, heldur sem vinkona. Var eitthvað óeðlilegt við það?
Hvaða erindi áttu þá þessi orð vinkonu Sigurbjargar inn í ræðu hennar á fundinum í Háskólabíó á mánudaginn. Var það eðlilegt innlegg í umræðuna eða var það til að láta líta svo út sem að hún hefði verið beitt þrýstingi. Er svona málflutningur eins og Sigurbjörg notar heiðarlegur.
Þó að einstaklingur verði ráðherra eða forstjóri þá hættir hann ekki að vera einstaklingur og í því persónulega sambandi sem hann var áður í. Hann á áfram sína vini og fólk sem honum eða henni þykir vænt um. Ég get ekki séð annað en Ingibjörg Sólrún hafi með þessum orðum sínum verið að benda Sigurbjörgu á með vinsamlegum hætti af því að henni var annt um hana. Þegar málið er skoðað þá sést að engar annarlegar hvatir lágu að baki þessum ummælum. Að draga þetta inn í ræðu sína eins og Sigurbjörg gerði var því vægast sagt óeðlilegt og í líkingu við aðferðir Gróu á Leiti.
Hvaða erindi áttu þá þessi orð vinkonu Sigurbjargar inn í ræðu hennar á fundinum í Háskólabíó á mánudaginn. Var það eðlilegt innlegg í umræðuna eða var það til að láta líta svo út sem að hún hefði verið beitt þrýstingi. Er svona málflutningur eins og Sigurbjörg notar heiðarlegur.
Þó að einstaklingur verði ráðherra eða forstjóri þá hættir hann ekki að vera einstaklingur og í því persónulega sambandi sem hann var áður í. Hann á áfram sína vini og fólk sem honum eða henni þykir vænt um. Ég get ekki séð annað en Ingibjörg Sólrún hafi með þessum orðum sínum verið að benda Sigurbjörgu á með vinsamlegum hætti af því að henni var annt um hana. Þegar málið er skoðað þá sést að engar annarlegar hvatir lágu að baki þessum ummælum. Að draga þetta inn í ræðu sína eins og Sigurbjörg gerði var því vægast sagt óeðlilegt og í líkingu við aðferðir Gróu á Leiti.
Athugasemdir