Grunnnámskeið 1 í Ashtanga Vinyasa Yoga á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 18.11.2015 | 18:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 604 | Athugasemdir ( )
Á grunnnámskeiðinu lærir þú helstu undirstöður í Ashtanga Vinyasa yoga:Ujjayi pranayma (öndun)
Asana (líkamsæfingar)
Bandhas (líkamslásar)
Drishti (hvert þú beinir augunum í yogastöðunum til að halda einbeitingu)
Möntrur (upphafs og lokamantra í Ashtanga)
Orkustöðvar 1-3 (mooladhara, svadhisthana, manipura)
Grunnnámskeið í Ashtanga vinyasa yoga gefur iðkendum frábæran grunn fyrir allt yoga.
Staður: Bláa húsið
Verð: 7.800 kr (fyrir alla dagana)
Skráning: anna@yogashala.is / event á facebook: https://www.facebook.com/events/1625726804332723/
Um mig:
Ég byrjaði að stunda yoga fyrir 15 árum en síðastliðin 8 ár hef ég iðkað Ashtanga Vinyasa Yoga í Yogashala Reykjavík. Þaðan lauk ég kennaranámi í Yoga hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur. Síðan þá hef ég kennt fasta tíma í stundarskrá hjá Yogashala, ásamt því að kenna grunnnámskeið. Ég er einnig stundakennari í Listaháskólanum og kenni Yoga á Sviðslistarbraut (leiklistarbraut og listsdansbraut). Auk þessa hef ég kennt hjá íslenska dansflokknum ásamt að
kenna í hinum ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Nánar um mig á vefsíðu yogashala.is undir kennarar.
Ég hef sterkar rætur til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og nú vil ég færa Ashtanga Vinyasa Yoga nær ykkur. Ef vel gengur er ósk mín að geta haldið fleiri námskeið og yogatíma í vetur. Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið
að senda á mig mail á: anna@yogashala.is
Athugasemdir