Guði sé lof ...!

Guði sé lof ...! "Guði sé lof fyrir að beljurnar hafa ekki vængi" - sagði presturinn sem fuglinn skeit á. En allur er varinn góður hefur hann hugsað þessi

Fréttir

Guði sé lof ...!

Öruggir undir hlífinni
Öruggir undir hlífinni

"Guði sé lof fyrir að beljurnar hafa ekki vængi" - sagði presturinn sem fuglinn skeit á. En allur er varinn góður hefur hann hugsað þessi þegar hann gekk um varplandið til að fræða son sinn um dásemdir sköpunarverksins. Með regnhlíf til varnar loftárusum á sólbjörtum degi!
Sr. Sigurður Ægisson er landsþekktur fuglaáhugamaður, höfundur fuglabókar og frábærra ljósmynda sem birtast reglulega í Mogganum með frásögn hans af hinu óvenjulega og skemmtilega sem borið getur fyrir augu.
Í sókn hans eru þéttbýlustu varplönd við kaupstað sem um getur á landinu - og miðað við fjölda andategunda og annars fiðurfénaðar þá mætti sannarlega kalla hann einn andríkasta prest norðan heiða!

Texti og mynd: ök


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst