Guðrún Ósk Gestsdóttir vinnur silfur í fimmtarþraut meyja
sksiglo.is | Íþróttir | 22.02.2010 | 21:18 | | Lestrar 590 | Athugasemdir ( )
Það er gaman þegar okkur eru sendar fréttir af afrekum ungra Siglfirðinga og er það siglo.is sönn ánægja að birta þær fréttir. Eins og áður hefur verið getið hér á vefnum þá eigum við unga afrekskonu sem við getum verið mjög stolt af en það er hún Guðrún Ósk Gestsdóttir frjálsíþróttakona.
Guðrún Ósk varð í 2. sæti í fimmtarþraut meyja (15-16 ára) á MÍ í fjölþrautum frjálsíþrótta, sem fram fór í Reykjavík helgina 20-21. febrúar. Hún hlaut 2843 stig, sem er hennar besti árangur í fimmtarþraut, auk þess sem hún náði sínum besta árangri í hástökki og 60 m. grindahlaupi þrautarinnar.
Athugasemdir