Guðrún Ósk Gestsdóttir vinnur silfur í fimmtarþraut meyja

Guðrún Ósk Gestsdóttir vinnur silfur í fimmtarþraut meyja Það er gaman þegar okkur eru sendar fréttir af afrekum ungra Siglfirðinga og er það siglo.is

Fréttir

Guðrún Ósk Gestsdóttir vinnur silfur í fimmtarþraut meyja


Það er gaman þegar okkur eru sendar fréttir af afrekum ungra Siglfirðinga og er það siglo.is sönn ánægja að birta þær fréttir. Eins og áður hefur verið getið hér á vefnum þá eigum við unga afrekskonu sem við getum verið mjög stolt af en það er hún Guðrún Ósk Gestsdóttir frjálsíþróttakona.


Guðrún Ósk  varð í 2. sæti í fimmtarþraut meyja (15-16 ára) á MÍ í fjölþrautum frjálsíþrótta, sem fram fór í Reykjavík helgina 20-21. febrúar.  Hún hlaut 2843 stig, sem er hennar besti árangur í fimmtarþraut, auk þess sem hún náði sínum besta árangri í hástökki og 60 m. grindahlaupi þrautarinnar.


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst