Gula pressan missir ekki af neinu
Ég datt í lestur gulu pressunnar um stund í vikunni. Að lesa stjörnuslúður er ómissandi hluti af heimsókn á hárgreiðslustofuna.
Alt er sextugum fært, ekki síst rokkstjörnum
Alt er sextugum fært, ekki síst rokkstjörnum
Dorrit Moussaieff er nýorðin 60 ára. Hún hélt uppá afmælið á Indlandi með forseta vorum. Breska pressan missti ekki af tilefninu frekar en öðru.
Elton John er 62 ára. Hann stefnir að ættlæðingu ungabarns meða maka sínum David Furnish um þessar mundir. Það er eyðnismitaður munaðarlaus ungur drengur frá austur Evrópu, litli Gleb sem hefur heillað hjörtu þeirra.
Rod Stewart varð 65 ára á dögunum. Hann viðheldur ímynd sinni með Whiskyglasið við hönd og tvær ungar ljóskur sér við hlið, að minnsta kosti þegar hann lætur sjá sig á næturklúbbunum.
Mick Jagger er 67 ára. "One of the senior surviving members of Britain's music aristocracy" segir gula pressan réttilega. Jagger hefur alla ævi verið undir eftirliti gulu pressunnar en samt hefur fátt annað en kvennamál og einstöku faðernismál ratað á síður blaðanna sem þykir ekki tiltökumál þegar um eina stærstu rokkstjörnu allra tíma er að ræða.
Ein heitasta fréttin í þeim efnum varð af honum og Cörlu Bruni núverandi forsetfrú Frakklands. Þau kynntust í eftirpartýi eftir tónleika Rolling Stones fyrir ca 30 árum síðan. Eric Clapton kynnti hana fyrir Jagger vini sínum en hún var unnusta Claptons á þeim tíma. Clapton var mjög ástfangin af unnustu sinni en á örfáum sólarhringum voru hún og Jagger orðin óaðskiljanleg. Framhaldið olli svo vinslitum þeirra félaganna til fjölda ára.
Í ævisögu Claptons sem kom út fyrir nokkrum árum síðan sagði hann frá þessu á einlægan hátt.
Paul McCartney er 68 ára, ástfanginn uppfyrir haus af ungri einstæðri móður og dvaldi í Karabíska hafinu yfir jólin sér til heilsubótar. Hann hefur látið hárið dökkna og síkka ;) Gula pressan heldur því fram að kirkjuklukkur munu bráðlega hringja fyrir þriðju eiginkonu Sir Pauls.
Athugasemdir