Gunnar Nelson
sksiglo.is | Íþróttir | 09.03.2014 | 14:42 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 835 | Athugasemdir ( )
Ólafsfirðingurinn Gunnar Nelson var grjótharður í viðureign sinni við Omari Akhmedov í gærkvöldi og hafði yfirhöndina allan tímann.
Gunnar náði Omari snemma niður með gallhörðu höggi og eftir það átti Omari aldrei möguleika enda Gunnar með þeim allra bestu þegar kemur að viðureign í gólfi í MMA. Bardaganum lauk með uppgjöf Omari eftir að Gunnar náði á honum hálstaki sem engin leið var úr.
Glæsileg frammistaða hjá Gunnari eftir árs fjarveru vegna meiðsla.
Athugasemdir