Gústi Guðsmaður á yngri árum
Einn af fésbókarvinum mínum sem heitir Hrafn Hjartarson og er Ísfirðingur deildi fyrir stuttu síðan myndum af Gústa Guðsmanni.
Ég hafði samband við Hrafn og hann kom mér í samband við eiganda myndanna sem er Skjalasafnið á Ísafirði og fékk ég leyfi hjá þeim til að sýna myndirnar.
Vefur Héraðskjalasafns Ísafjarðar er hér: http://safn.isafjordur.is/efni.php?lang=&fst=6
Ég ætla að fullyrða það að allir Siglfirðingar sem eru komnir yfir fermingu hafa heyrt talað um Gústa Guðsmann og þegar talað er um Gústa kemur upp í hugann mynd af gömlum manni sem var óþreytandi að bera út Guðsorð.
Hér eru nokkrar myndir frá því þegar Gústi var á barnsaldri og við þökkum Hrafni og Héraðskjalasafninu á Ísafirði kærlega fyrir að lofa okkur að sýna þessar myndir á Siglo.is.
Ljósm.: Björn Pálsson/Ljósmyndasafnið Ísafirði.
Hér er Gústi líklega
á fermingardaginn eins og stendur við myndina hjá Hrafni.
Hér er Gústi hugsanlega með
móður sinni og systur. Ekkert er skrifað við myndina á síðunni hjá Hrafni.
Gústi ungur að árum.
Séra Sigurður Ægisson sem er með vefinn Siglfirðingur.is tók saman grein um Gústa árið 2010 sem gaman er að lesa og þið getið nálgast hér.
Séra Sigurður er að skrifa bók um Gústa Guðsmann. Ef þið eigið einhverjar sögur af Gústa í fórum ykkar eða aðrar upplýsingar um hann þá væri alveg tilvalið að senda það til Séra Sigurðar.
Athugasemdir