Guy Fawkes

Guy Fawkes Guy Fawkes dagurinn er í dag 5.nóvember. Bretar halda hann hátíðlegan með því að brenna fígúrur, kallaðar "the guy" svona svipað og kötturinn

Fréttir

Guy Fawkes

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson
Guy Fawkes dagurinn er í dag 5.nóvember. Bretar halda hann hátíðlegan með því að brenna fígúrur, kallaðar "the guy" svona svipað og kötturinn í tunnunni á Akureyri, sem oft eru í líki misvinsælla stjórnmálamanna. T.d. varð Margret Thatcher þess heiðurs oft aðnjótandi. Eldar eru kveiktir eins og hér á Austurvelli og púðurkellingar og rakettur sprengdar.

En Guy Fawkes var í hópi kaþólskra samsærismanna sem ætluðu að sprengja lávarðadeild breska þingsins með James mótmælendakóngi í loft upp 1605. Þeir höfðu komið fyrir 36 tunnum af púðri fyrir í leigðum kjallara næst við þingið fyrir 28 Júlí það ár, en plágan frestaði þingsetningunni til 5. nóvember.Púðrið hafði saggast á þessum tíma svo þeir höfðu orðið að flytja ferskar birgðir inn til viðbótar. En allt komst upp og Guy Fawkes var gripinn með eldspýturnar í púðurgeymslunni nóttina fyrir. Guy var píndur til sagna en hoppaði út af aftökupoallinum og hálsbrotnaði áður en hann varð hengdur.

Orðið Guy fór að verða notað yfir skrautlega gerðar brúður á næstu öldum en á þessari öld tók Guy að tákna hvaða kall sem var.Eitt Londonar blaðið nefndi það 1905 að Guy Fawkes hefði verið eini maðurinn sem hefði komið inn á breska þingið til þessa í alveg heiðarlegum og ákveðnum tilgangi.

Allavega hafa hátíðahöldin sem James fyrirskipaði að skyldu haldin þennan dag vegna þess að hann og þingið hefði bjargast frá því að vera sprengt í loft upp snúist meira upp í það að minnast Guy Fawkes heldur en björgunar hátignanna.

Allir gæjar standa því undir nafni Guy Fawkes, hvað sem hugsunum þeirra um hátignir heimsins líður.


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst