Hækkaðar álögur þrátt fyrir tug milljóna afgang

Hækkaðar álögur þrátt fyrir tug milljóna afgang Nú í næstu viku verður bæjarstjórnarfundur í Ráðhúsi Fjallabyggðar þar sem reikningar sveitafélagsins eru

Fréttir

Hækkaðar álögur þrátt fyrir tug milljóna afgang

Egill Rögnvaldsson
Egill Rögnvaldsson

Nú í næstu viku verður bæjarstjórnarfundur í Ráðhúsi Fjallabyggðar þar sem reikningar sveitafélagsins eru til seinni umræðu og afgreiðslu.

Meirihluti bæjarstjórnar kann sér ekki læti yfir niðurstöðu ársreikninganna en það er eins og þeir hafi komið af himnum ofan og komið öllu meirihluta bæjarfulltrúum á óvart enda hallinn árið 2011 upp á litlar 55,2 milljónir en hagnaður árið 2012 upp á litlar 80,9 milljónir.

Hver skilur þetta bull, ég veit að meirihlutafulltrúar eru ekki með á nótunum enda hafa faseignargjöld hækkað í tíð þessa meirihluta um 50%. En nú þegar meirihlutinn veit ekki hvort tugir milljóna eru í plús eða mínus þá hækkaði meirihlutinn fasteignargjöld milli áranna 2012-13 um 26%. En svona er haldið áfram, bara byggja og byggja, með von um að koma út í plús.

Það á að lækka álögur á íbúa Fjallabyggðar, við höfum efni á því. Þetta er tillaga okkar í minnihlutanum svo það sé skýrt, ekki meirihlutans.

Stutt innlegg í veruleika meirihlutans, sem ekki eru með.

Egill Rögnvaldsson
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst