Háloftaflug yfir Siglufirði

Háloftaflug yfir Siglufirði Hátt uppi yfir stórhríðinni, ofar fjöllunum er heiðríkja og sólskin alla daga. Þar eru á ferð hundruð eða þúsundir erlendra

Fréttir

Háloftaflug yfir Siglufirði

Farþegaþota yfir Siglufirði - ljósm. Steingrímur Kristinsson
Farþegaþota yfir Siglufirði - ljósm. Steingrímur Kristinsson

Hátt uppi yfir stórhríðinni, ofar fjöllunum er heiðríkja og sólskin alla daga. Þar eru á ferð hundruð eða þúsundir erlendra ferðamanna á leið frá Evrópu til Ameríku.

 

Þetta sjáum við þegar léttskýjað er eða heiðríkt. Margar farþegaþotur, og stundum tvær samtímis, skilja eftir sig hvíta slóða frá austri til vesturs. Og í næturkyrrðinni má oft heyra í þeim drunurnar. Að sjálfsögðu sjá þetta og heyra flestir Norðlendingar.
En hvaða flug er þetta nákvæmlega? Leitað var til Flugstoða og veitti Hörður Arilíusson, varðstjóri í flugstjórn, eftirfarandi upplýsingar:                                                                                                                                                                                    Ekki er nú hægt að svara nákvæmlega hvaða flugvélar þetta eru þar sem það er breytilegt frá degi til dags og háð háloftavindum. Að öllu jöfnu eru það vélar frá Skandivavíu á ferð til austurstrandar Bandaríkjanna sem fara um 66N020W. Til skýringar þá fara flestar vélar svæðið okkar á heila gráðu breiddar á hverjum 10 gráðum lengdar.  Það þýðir að ekki svo langt frá ykkur á Sigló er 66°N og 20°V sem er algengt stöðumið fyrir okkur í flugumferðarstjórninni.  Ef vélarnar koma nokkuð flatt á 66N020W eru það líklega vélar frá Skandinavíu (Köben, Oslo, Stokkhólm og jafnvel Helsinki) og til austurstrandar BNA (Boston, New York, Newark o.fl staða).  Ef vélarnar koma hinsvegar bratt upp á 66N020W (koma úr suðaustri til norðvesturs) er líklegra að þetta séu vélar frá Norður Evrópu á leið til vesturstrandar BNA og Kanada.

Um 80 -90 % af þessum vélum eru farþegavélar.
Dæmi um flugtíma þá er Köben - New York um 8 tímar.  London til Los Angeles er um 10 tímar.

Það er liðin tíð að flugvélar fari þessa leið til Anchorich í Alaska.  Eftir að Norður Asía opnaðist þá fara nánast allar vélar til Anchorich um Síberíu.

Að meðaltali eru vélarnar í 35.000 fetum.  Bilið er frá 31000 - 38000 fet.

Allar þessar vélar eru undir stjórn Flugstoða.  Svæðið sem við stjórnum er mjög stórt (5,5 milljón ferkílometrar) og nær upp á Norðurpól (rétt norður fyrir Sigló :-)


 


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst