Handrit af næstu bók í yfirlestri
http://toti7.123.is/ | Rebel | 10.05.2009 | 21:28 | Robert | Lestrar 287 | Athugasemdir ( )
Þá er handritið af Fleiri æskumyndum, minni næstu ljóðabók, komið í
yfirlestur hjá meistara Páli Helgasyni. Eins og nafn bókarinnar gefur
til kynna er hér um að ræða bók í svipuðum dúr og mín fyrsta ljóðabók,
Æskumyndir, þar sem ég rifjaði upp æskuárin vestur á Bíldudal.
Hugmyndin er að hún verði tilbúin úr prentun í byrjun júní.
Athugasemdir