Harbour House er loksins búið að opna
sksiglo.is | Almennt | 27.06.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 698 | Athugasemdir ( )
Ég kom við hjá Valgeiri Sigurðs niður á Harbour House kaffi svona rétt til að tékka aðeins á matseðlinum og spjalla aðeins
við Valgeir. Valgeir er semsagt loksins búin að opna staðinn og allt að komast á fullt sving. Fiskréttir eru í aðalhlutverki á matseðlinum
og þá alltaf ferskasti fiskur dagsins, eða það sem kemur á land á þeim degi getum við sagt. En svo er auðvitað hægt að fá
kaffi,öl,vín,kökur og alls konar kruðerí á Harbor. Ég sá síðustu Tunnu og var litið á auglýsingu frá Harbor house
og fannst ögn skrítið að hann væri ekki með posa þannig að ég ákvað nú að spyrja hann aðeins út í það
og þetta var svarið sem ég fékk.
Valgeir : Jú sjáðu til, ef allt ætti að vera eins og það á að vera þyrfti ég 2 posa. 1 inn á staðnum og einn til að fara með út þar sem gestirnir sitja þannig að þeir geti greitt þar. Ef ég á að vera með 2 posa þarf ég að greiða posaleigu upp á 22.000 þ. krónur á mánuði fyrir báða posana. Ok segjum að það sé ekkert mál. En svo kemur að því að einhver greiðir fyrir vörur,þjónustu eða annað þá þarf ég að greiða til sama fyrirtækis og leigir mér posann greiðslu upp á 1-1.5 prósent af vörusölu fyrir að renna kortinu í gegn. Semsagt, ef einhver verslar fyrir 10.000 þúsund krónur þá borga ég til leigufyrirtækisins 100-150 krónur plús 22 þúsund krónurnar. Það ætti að vera nóg fyrir þá að fá annað hvort. Ég bara læt ekki bjóða mér svona rán.
Margir halda örugglega að ég ætli að taka þetta allt saman framhjá kerfinu, og þeir meiga bara halda það ef þeir vilja. Ég keypti sjálfur 2 posa þegar ég var erlendis fyrir 4000 þúsund krónur og ætlaði að nota þá en ég má það ekki út af tengingum og öðru rugli segir Valgeir.
Já, ég eiginlega skil þetta hjá Valgeiri aðeins betur núna en þegar ég sá auglýsinguna fyrst.
Einnig er Valgeir með fyrirhugaðar framkvæmdir við Harbour House sem felast í því að stækka útisvæði sem verður vafalaust bænum til sóma.
Valgeir : Jú sjáðu til, ef allt ætti að vera eins og það á að vera þyrfti ég 2 posa. 1 inn á staðnum og einn til að fara með út þar sem gestirnir sitja þannig að þeir geti greitt þar. Ef ég á að vera með 2 posa þarf ég að greiða posaleigu upp á 22.000 þ. krónur á mánuði fyrir báða posana. Ok segjum að það sé ekkert mál. En svo kemur að því að einhver greiðir fyrir vörur,þjónustu eða annað þá þarf ég að greiða til sama fyrirtækis og leigir mér posann greiðslu upp á 1-1.5 prósent af vörusölu fyrir að renna kortinu í gegn. Semsagt, ef einhver verslar fyrir 10.000 þúsund krónur þá borga ég til leigufyrirtækisins 100-150 krónur plús 22 þúsund krónurnar. Það ætti að vera nóg fyrir þá að fá annað hvort. Ég bara læt ekki bjóða mér svona rán.
Margir halda örugglega að ég ætli að taka þetta allt saman framhjá kerfinu, og þeir meiga bara halda það ef þeir vilja. Ég keypti sjálfur 2 posa þegar ég var erlendis fyrir 4000 þúsund krónur og ætlaði að nota þá en ég má það ekki út af tengingum og öðru rugli segir Valgeir.
Já, ég eiginlega skil þetta hjá Valgeiri aðeins betur núna en þegar ég sá auglýsinguna fyrst.
Einnig er Valgeir með fyrirhugaðar framkvæmdir við Harbour House sem felast í því að stækka útisvæði sem verður vafalaust bænum til sóma.




Valgeir

Black Death er vörumerki sem Valgeir á.

XiXi

Ping
Athugasemdir