Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Í morgun voru Metrostav menn komnir í 1545 metra inn í fjallið Héðinsfjarðarmegin, 47 metra + stórt útskot frá síðasta fimmtudegi.  Nú

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Í morgun voru Metrostav menn komnir í 1545 metra inn í fjallið Héðinsfjarðarmegin, 47 metra + stórt útskot frá síðasta fimmtudegi.  Nú varð á vegi þeirra í gær og í nótt talsvert vatnsmagn sem angrar þá og tefur.
En eins og einn Metrostav manna orðaði það  og glotti: "Ætla mætti að við séum að nálgast þá Ólafsfjarðarmegin".

Bergið var einnig mjög gljúpt og laust í sér auk þess sem þarna voru að sjá nokkrar bergtegundir, rauðar, bláar og önnur litbrigði.
Verið var í morgun upp úr klukkan 08:00 að handsprota og losa um laust berg svo ekki hryndi niður óvænt.

Myndir HÉR



Háfellsmenn höfðu lítinn vinnufrið utandyra og ekki vinnuveður með handverkfæri við brúarsmíði. Menn voru að dytta að vinnuvélum og fleiru, meðal annars inni í gangsmunna. Einn starfsmanna sagði þó að veðrið væri alls ekki eins slæmt og veðurfréttir hefðu varað við, langt því frá.

Enda var þarna sáralítill snjór mest skafrenningur og vart þörf á að moka vegina þarna sitthvoru megin við göngin, ekki frekar en á Siglufirði, þar sem ekki var enn amk. hægt aðsjá ummerki “norðan stórhríðar” sem allir voru að tala um að hefði verið spáð. Þó mun hermt að meira hefði snjóað bæði vestan til og austan við Tröllaskaga.

Ólafsfjarðarmegin ganganna hefur gengið treglega vegna vatnselgs og lélegs bergs Þar voru þeir í morgun komnir í 4172 metra eða aðeins 28 metra frá síðasta fimmtudegi.



Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst