Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Í morgun klukkan 08:00 var verið að gera klárt fyrir sprengingu í göngunum Héðinsfjarðarmegin og eru þeir þar nú komnir í1498 m. Það er

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Starfsmenn Metrostav
Starfsmenn Metrostav
Í morgun klukkan 08:00 var verið að gera klárt fyrir sprengingu í göngunum Héðinsfjarðarmegin og eru þeir þar nú komnir í1498 m. Það er 32 metra frá því þeir hófu borun að nýju eftir síðustu helgi.
En gert var hlé á vinnu þar í um 10-12 daga á meðan unnið var að styrkingu ganganna og fleiru Siglufjarðarmegin.
Bergið virðist gott og ekkert vatn að angra þá. 

Létt snjókoma var í Héðinsfirðinum, þar sem Háfellsmenn og undirverktakar vinna við brúargerð og fleira.
Inni í göngunum Siglufjarðarmegin voru nokkrir Metrostavmenn við vinnu við snyrtingu ganganna ofl.

Við munnann að vestanverðu voru Háfellsmenn að vinna við vegskálann, þar var verið að gera klárt fyrir næstu steypu í skriðmótið, sem væntanlega verður steypt í nk. laugardag. Það er 5. færslan og eru þá 6 eftir.

Vel má segja það hafi gengið hjá þeim þrátt fyrir að leiðinda veður hafi tafið þá annað slagið, snjókoma, frost og slagveður til skiptis.

Myndir  HÉR



Ólafsfjarðarmegin hefur gengið þokkalega og lítið vatn verið að angra þá að undanförnu og eru þeir þar komnir í4144 metra, 44 m frá síðasta fimmtudegi.

Að lokum má taka það fram að Háfellsmenn eru einstaklega léttir á sér eftir vel heppnaða Spánarferð um síðustu helgi.       

Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst