Héðinsfjarðargöng
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 04.12.2008 | 10:47 | | Lestrar 427 | Athugasemdir ( )
Í morgun voru göngin frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar orðin 1605 metrar djúp eða 60 m. til
viðbótar frá síðasta fimmtudegi. Bergið hefur verið nokkuð þurrt og gott það sem af er vikunni, en þegar borun hófst í
nótt eftir síðustu sprengingu sullaði vatn
út úr hverri holu. Venjulega eru boraðar um 240-250 holur fyrir sprengjuhleðslur, en að þessu sinni ætluðu þeir aðeins að hafa holurnar rúmlega 200 vegna vatnsins.
Langt var komið á þann fjölda er ljósmyndarinn mætti þar um 08:00 í morgun, og hleðslumenn voru að koma sér í regngallann og gera sig klára við vatnsflauminn og hleðslurnar.
Lítil hreyfing var utandyra hjá Háfellsmönnum í Héðinsfirðinum enda hvasst þar og snjókoma, en unnið var á fullu við vegskálann Siglufjarðarmegin.
Myndir hér

Ólafsfjarðarmegin eru þeir komnir í 4206 metra, 34 m. frá síðasta fimmtudegi. Þeir virðast nú vera á góðu róli í betra bergi og engu vatni síðustu dagana og eru bjartsýnir á framhaldið.
Nú mun aðeins vera um 10 % eftir að bora þar til komið verði endanlega í gegn frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar.
út úr hverri holu. Venjulega eru boraðar um 240-250 holur fyrir sprengjuhleðslur, en að þessu sinni ætluðu þeir aðeins að hafa holurnar rúmlega 200 vegna vatnsins.
Langt var komið á þann fjölda er ljósmyndarinn mætti þar um 08:00 í morgun, og hleðslumenn voru að koma sér í regngallann og gera sig klára við vatnsflauminn og hleðslurnar.
Lítil hreyfing var utandyra hjá Háfellsmönnum í Héðinsfirðinum enda hvasst þar og snjókoma, en unnið var á fullu við vegskálann Siglufjarðarmegin.
Myndir hér

Ólafsfjarðarmegin eru þeir komnir í 4206 metra, 34 m. frá síðasta fimmtudegi. Þeir virðast nú vera á góðu róli í betra bergi og engu vatni síðustu dagana og eru bjartsýnir á framhaldið.
Nú mun aðeins vera um 10 % eftir að bora þar til komið verði endanlega í gegn frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar.
Athugasemdir