Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng sksiglo.is skrapp í Héðinsfjarðargöng eftir hádegið í dag til að leita frétta. Háfellsmenn voru nýkomnir úr löngu helgarfrí og rétt

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

sksiglo.is skrapp í Héðinsfjarðargöng eftir hádegið í dag til að leita frétta. Háfellsmenn voru nýkomnir úr löngu helgarfrí og rétt komnir úr startholunum.

Það var allstaðar á svæðinu frá Langeyrarvegi að gangamunna Siglufjarðarmegin verið að vinna að lagfæringu umkverfis, og undirbúning fyrir loka áfangann við vegastæðið frá göngunum Siglufjarðarmegin.

Áætlað er að hefja malbikunarframkvæmdir á áður nefndum kafla fyrir Verslunarmannahelgina, og er allt kapp lagt á að það takist.

Inni í þeirri áætlun er einnig malbikun fram að Hóli og vegarspotti neðan kirkjugarðsins, auk nokkurra malbikunarframkvæmda fyrir Fjallabyggð, en ekki er það þó á hreinu hvort af verður. 

Vonandi tekst Háfellsmönnum að klára malbikunina frá norðurenda langeyrarvegar og fram að Hóli fyrir Verslunarmannahelgina.

Malbikunarstöð kemur til Siglufjarðar áður en langt um líður, 2-3 daga mun taka að reisa hana og svipaður tími mun fara í malbikunarframkvæmdirna sjálfa.

Ekki er mikið um að vera inni í göngunum sjálfum, enda skinsamlegra að geym þau verk til vetrarins, en inni í Héðinsfirði er allt á fullu við vegskálann vestanverðu í firðinum, en gert er ráð fyrir að loka steypan við skálann fari fram seinnihluta vikunnar.

Metrostav menn eru búnir að ganga frá öllum styrkingum í göngunum beggja vegna, en eftir er talsverð lagnavinna á þeirra snærum, en sem stendur eru þeir í ótímabundið frí, en gert er ráð fyrir að þeir komi aftur áður en haustar.

Ofanritað er unnið  eftir samtöl við nokkra starfsmenn Háfells.
Myndir sem teknar voru í dag eru HÉR  


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst