Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Það er orðið nokkuð langt síðan sksiglo hefur heimsótt Héðinsfjarðargöng. Úr því var bætt síðastliðinn föstudag, en þá var farið í fylgd

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Valgeir Bergmann verkefnastjóri og Haþór
Valgeir Bergmann verkefnastjóri og Haþór
Það er orðið nokkuð langt síðan sksiglo hefur heimsótt Héðinsfjarðargöng. Úr því var bætt síðastliðinn föstudag, en þá var farið í fylgd Valgeirs Bergmann verkefnisstjóra Háfells í gegn um göngin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og til baka.

Valgeir lýsti verkinu í smáatriðum á leiðinni og á þeim mörgum stöðum sem starfsmenn voru við hin ýmsu störf, en alls eru starfsmenn Háfells 42 talsins. Þá eru 2 x 7 starfsmenn við lagnagerð, en þeir vinna á vöktum allan sólarhringinn.

Þá eru þarna 4 starfsmenn Metrostav og undirverktakar þeirra við að klæða göngin einangrunarplötum, sem síðar verður múrhúðað yfir.

Að auki eru þarna strákar frá Bás við plötufestingar ofl.

Tveir menn frá Rarik voru þarna við háspennukapaltengingar.
Eða samtals vel yfir 60 starfsmenn sem vinna skipulega við frágang gangnanna, og nokkuð víst að áætlanir um verklok standast. Það er malbikað í lok ágústmánaðar og göngin opnuð til umferðar í október 2010, þó svo að einhver smáatriði verði ef til vill eftir eins og gengur.

Aðspurður um hvort ekki yrði erfitt að beisla hinn mikla vatnsaga sem er Ólafsfjarðarmegin í göngunum, sagði Valgeir að það væri gert ráð fyrir því að svo yrði, en taldi þó að því verki mundi ljúka farsællega hægt og sígandi, en lagnamenn voru einmitt að vinna við það verk við enda ganganna, þar sem vatninu hafði verið veitt frá núverandi rennsli norðanmegin í göngunum yfir á syðri hlutann, til að koma fyrir lögnum á fyrrnefnda svæðinu.
Á meðan rann vatnið út úr göngunum yfir veginn í og utan við munnann.

Þegar komið var til Ólafsfjarðar var farið að nálgast kaffihlé, og af því tilefni starfsmenn heimsóttir í kaffiskúrana sem staðsettir eru við veginn inni í Héðinsfirði.

Myndir frá ferðinni eru HÉR

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst