Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Í morgun voru Metrostavmenn komnir í 1663 metra, 58 metra (08:30) frá síðasta fimmtudegi Siglufjarðarmegin. Verið var að hlaða síðustu

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Í morgun voru Metrostavmenn komnir í 1663 metra, 58 metra (08:30) frá síðasta fimmtudegi Siglufjarðarmegin. Verið var að hlaða síðustu holurnar um 08:00 í morgun og sprengt stuttu síðar.

Ekkert vatn hefur angrað þá síðustu daga og er bergið nú þurrt og gott.

Inni í Héðinsfirði voru Háfellsmenn á fullu við brúarsmíði og fleira. Í göngunum Siglufjarðarmegin voru bæði Háfellsmenn að vinna við þvott á berginu og Metrostavmenn sprautuðu svo steypuþrifalagi á bergið á eftir, en starfsmenn Bás ehf færa þeim steypuna.
Háfellsmenn vinna einnig við vegskálann Siglufjarðarmegin og er það verk samkvæmt áætlun.

Myndir HÉR




Ólafasfjarðarmegin Héðinsfjarðaganga eru þeir nú komnir á kappaksturshraða. Mjög vel hefur gengið hjá þeim að bora og sprengja, ekkert vatn og mjög gott berg. Alls eru þeir komnir í 4287 metra, 81m. frá síðasta fimmtudegi, þar af 17 á síðasta sólarhring sem er með því besta.

Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst