Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Í morgun voru göngin Héðinsfjarðarmegin komin í 1815 metra eða 74 metra frá síðasta fimmtudegi. Enginn var inni í göngunum er sksiglo.is

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Í morgun voru göngin Héðinsfjarðarmegin komin í 1815 metra eða 74 metra frá síðasta fimmtudegi. Enginn var inni í göngunum er sksiglo.is kom þar í morgun rúmlega 08:00 og myrkur innst í göngunum og ein vinnuvél,
sem síðar kom í ljós að var biluð.

Nýbúið var að hreinsa eftir síðustu sprengingu og borvélinni hafði verið lagt nokkur hundruð metrum frá botni. Fleira var í ólagi hjá Metrostav mönnum, bílar voru bilaðir, meðal annars sá sem vanur er að flytja stafsmenn til og frá vöktum, svo selflytja þurfti starfsmenn til og frá vinnu í smærri bílum, en þess vegna meðal annars var enginn inni í göngunum er sksiglo.is bar að garði.

Nokkrir starfsmenn biðu í vinnuskúrum og lýsti svipur þeirra áhyggjum aldrei þessu vant, ólíkt því sem áður hefur verið með bros á vör og kátína úr augum.

Sennilega blandast það þeirri óvissu sem ríkir vegna afleiðinga fjármálakreppu heimsins og ekki hvað síst ástandsins á fjármálamarkaði hér heima á Fróni.

Yfirmenn hér á Siglufirði og Ólafsfirði hafa fundað mikið.

Óstaðfestar fréttir herma að komið hafi til tals að hlé verði gert á vinnu Metrostav manna í Ólafsfirði og vaktir þaðan fluttar til Siglufjarðar / Héðinsfjarðar.

Vakthópur sem átti að koma úr fríi um helgina muni ekki koma til Íslands og vakthópur héðan Siglufjarðarmegin muni fara út í frí.

 Myndir teknar í morgun Héðinsfjarðarmegin

En eins og komið hefur fram í fréttum, meðal annars frétt af Stöð 2 / Vísir þá standa yfir viðræður á milli Metrostav manna og Vegagerðarinnar.
Smelltu á myndina til vinstri hér fyrir neðan til að lesa um það.

   
 Frétt frá Vísir.is
 Tafla stöðunnar

Ólafsfjarðarmegin í morgun var staðan 4460 metrar og 72 metrar frá síðasta fimmtudegi. Þar er ekki vatn að angra þá en bergið ekki eins gott og ákjósanlegt er.



Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst