Héðinsfjarðargöng, Fimmtudaginn 9. apríl 2009
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 10.04.2009 | 01:04 | | Lestrar 541 | Athugasemdir ( )
Eins og fram kom í gær hér á vefnum þá var síðasta haftið á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í Héðinsfjarðargöngum sprengt. Ekki vannst tími vegna fleiri dagskrárliða í tilefni af deginum að koma myndasyrpu á netið en úr því er bætt með myndum sem eru hér,
teknar í gærmorgun fyrir og eftir að sprengt var inni í göngunum Ólafsfjarðarmegin. Samgönguráðherra tók smá námskeið vegna hinnar þráðlausu fjarstýringar sem átti að hleypa straum á hvellhetturnar, búnaður sem daglega hefur verið notaður.
En þrátt fyrir hávaðasama niðurtalningu flestra viðstaddra, kom í ljós að fjarstýringin dró ekki þessa 500 metra sem hvellhetturnar voru í, sem gert var til öryggis gestunum. (þeir sjálfir voru vanir að vera aðeins nær)
Metrostav menn voru fljótir að leggja línu til Ráðherrans sem ræsti sprenginguna við mikil fagnaðarlæti.
Þá tóku tvær vinnuvélar við að hreinsa svæðið og slétta áður en gengið var að grjótbingnum og opinu þar ofan við sem myndaðist við sprenginguna.
Þar uppá birtust Metrostav menn sem höfðu verið Siglufjarðarmegin með fána Metrostav og Tékkneska þjóð fánan, og Háfellsmenn með íslenska fánan. Skálað var í dýrindis koníaki og til að friða “álfana sem búa í fjallinu” sagði samgönguráðherra helti drjúgum slatta af þessum gullnu veigum til að friða þá.
Sumum þótti illa farið með dropann en aðrir fögnuðu.
Myndirnar eru hér
Að þessu loknu fóru gestir aftur til baka til Ólafsfjarðar, aðrir heim til Siglufjarðar um Lágheiði, en síðar um daginn fór rúta með gestina aftur frá Siglufirði, en að þessu sinni um göngin alla leið til Ólafsfjarðar. SKSiglo tók forskot á sæluna og var mættur í Ólafsfirði klukkan 15:00, á sama tíma og rútan lagði af stað frá Siglufirði.
Klukkan 16: var haldið til veislu og nánar verður sagt frá henni hér síðar
teknar í gærmorgun fyrir og eftir að sprengt var inni í göngunum Ólafsfjarðarmegin. Samgönguráðherra tók smá námskeið vegna hinnar þráðlausu fjarstýringar sem átti að hleypa straum á hvellhetturnar, búnaður sem daglega hefur verið notaður.
En þrátt fyrir hávaðasama niðurtalningu flestra viðstaddra, kom í ljós að fjarstýringin dró ekki þessa 500 metra sem hvellhetturnar voru í, sem gert var til öryggis gestunum. (þeir sjálfir voru vanir að vera aðeins nær)
Metrostav menn voru fljótir að leggja línu til Ráðherrans sem ræsti sprenginguna við mikil fagnaðarlæti.
Þá tóku tvær vinnuvélar við að hreinsa svæðið og slétta áður en gengið var að grjótbingnum og opinu þar ofan við sem myndaðist við sprenginguna.
Þar uppá birtust Metrostav menn sem höfðu verið Siglufjarðarmegin með fána Metrostav og Tékkneska þjóð fánan, og Háfellsmenn með íslenska fánan. Skálað var í dýrindis koníaki og til að friða “álfana sem búa í fjallinu” sagði samgönguráðherra helti drjúgum slatta af þessum gullnu veigum til að friða þá.
Sumum þótti illa farið með dropann en aðrir fögnuðu.
Myndirnar eru hér
Að þessu loknu fóru gestir aftur til baka til Ólafsfjarðar, aðrir heim til Siglufjarðar um Lágheiði, en síðar um daginn fór rúta með gestina aftur frá Siglufirði, en að þessu sinni um göngin alla leið til Ólafsfjarðar. SKSiglo tók forskot á sæluna og var mættur í Ólafsfirði klukkan 15:00, á sama tíma og rútan lagði af stað frá Siglufirði.
Klukkan 16: var haldið til veislu og nánar verður sagt frá henni hér síðar
Athugasemdir