Hefndin er sæt
Frést hefur að Arion banki muni verða með nýtt útibú sitt á Siglufirði í húsnæði sem Sparisjóður Siglufjarðar var í hér á árum áður og flytja þar með starfsemina úr gamla Útvegsbanka húsinu sem stendur við aðal torg bæjarins. Löngum leigusamningi um húsnæðið hefur þó ekki verið sagt upp. Skýring Arion banka er örugglega að hér sé um hagræðingu að ræða. Sennilegri skýring er að húsnæði það sem flytja á úr er leiguhúsnæði í eigu félags tengdum undirrituðum sem hefur verið með ítrekaðar aðfinnslur vegna þjösnaskapar Arion banka við yfirtöku á Afl sparisjóði.
Skilaboðin eru því einföld. Menn eiga ekki að voga sér að abbast upp á ofurvald Arion banka vogunarjóðanna. Þar séu völdin sem munu móta hið nýja Ísland.
Róbert Guðfinnsson
Athugasemdir