Heitavatnsþörf fullnægt næstu áratugina
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 12.10.2010 | 11:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 359 | Athugasemdir ( )
Nægilegt magn af heitu vatni hefur fundist í Skarðsdal til þess að fullnægja heitavatnsþörf Siglfirðinga næstu áratugina.
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Rarik.
Borun vinnsluholu á Skarðdal fyrir Hitaveitu RARIK á Siglufirði lauk þann 25. september með góðum árangri.
Jarðhitasvæðið í Skútudal sem hefur þjónað Siglufirði undanfarna ártugi hefur gefið nokkuð eftir að undanförnu og ekki liggur fyrir niðurstaða rannsókna á því hvað veldur. Svæðið uppfyllir ekki lengur þörfina fyrir heitt vatn á Siglufirði.
Dagana 5. – 9. ágúst 2010 voru boraðar tvær 70 metra djúpar hitastigulsholur á Skarðdal í Siglufirði með jarðbornum Hrímni. Þessi tilraunaborun gaf góða raun og var ákveðið að bora vinnsluholu á staðnum.
Jarðboranir boruðu holuna með bornum Sögu undir leiðsögn ÍSOR. Holan er 702m djúp sem eftir fyrstu prófanir virðist gefa allt að 50 lítra á sek af 73 gráðu heitu vatni. Holan er í 200m h.y.s. Vinnslufóðringin nær niður á 286m dýpi. Vatnsborð er i 78m dýpi frá yfirborði í kyrrstöðu og fellur tiltölulega lítið við dælingu.
Næstu skref eru að prófa og virkja holuna og leggja stofnlögn frá holunni til bæjarins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefist strax á næsta ári.
Fréttin birtist upphaflega á heimasíðu Rarik 27 september. 2010
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Rarik.
Borun vinnsluholu á Skarðdal fyrir Hitaveitu RARIK á Siglufirði lauk þann 25. september með góðum árangri.
Jarðhitasvæðið í Skútudal sem hefur þjónað Siglufirði undanfarna ártugi hefur gefið nokkuð eftir að undanförnu og ekki liggur fyrir niðurstaða rannsókna á því hvað veldur. Svæðið uppfyllir ekki lengur þörfina fyrir heitt vatn á Siglufirði.
Dagana 5. – 9. ágúst 2010 voru boraðar tvær 70 metra djúpar hitastigulsholur á Skarðdal í Siglufirði með jarðbornum Hrímni. Þessi tilraunaborun gaf góða raun og var ákveðið að bora vinnsluholu á staðnum.
Jarðboranir boruðu holuna með bornum Sögu undir leiðsögn ÍSOR. Holan er 702m djúp sem eftir fyrstu prófanir virðist gefa allt að 50 lítra á sek af 73 gráðu heitu vatni. Holan er í 200m h.y.s. Vinnslufóðringin nær niður á 286m dýpi. Vatnsborð er i 78m dýpi frá yfirborði í kyrrstöðu og fellur tiltölulega lítið við dælingu.
Næstu skref eru að prófa og virkja holuna og leggja stofnlögn frá holunni til bæjarins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefist strax á næsta ári.
Fréttin birtist upphaflega á heimasíðu Rarik 27 september. 2010
Athugasemdir