Heitavatnsþörf Siglfirðinga tryggð næstu áratugi
Borun vinnsluholu á Skarðdal fyrir hitaveitu Siglufjarðar lauk þann 25. september með góðum árangri. Telja má fullvíst að með þessari viðbót í orkuvinnslu hitaveitunnar sé heitavatnsþörf Siglfirðinga fullnægt næstu áratugi segir í tilkynningu frá Hauki Ásgeirssyni, deildarstjóra hitaveitna RARIK.
Jarðboranir boruðu holuna með bornum Sögu undir leiðsögn ÍSOR. Holan er 702m djúp sem eftir fyrstu prófanir virðist gefa allt að 50 lítra á sek af 73 gráðu heitu vatni. Holan er í 200m h.y.s. Vinnslufóðringin nær niður á 286m dýpi. Vatnsborð er i 78m dýpi frá yfirborði í kyrrstöðu og fellur tiltölulega lítið við dælingu.
Næstu skref eru að prófa og virkja holuna, byggja hús yfir hana og leggja 2,8km stofnlögn frá holunni til bæjarins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um haustið 2011. Heildarkostnaður er áætlað 150-200mkr.
Athugasemdir