Hentistefna verðbólguhræddra Íslendinga
tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/image/1029894/ | Greinar | 27.09.2010 | 04:47 | Robert | Lestrar 373 | Athugasemdir ( )
Íslendingum virðist, í orði, vera illa við verðbólgu. En samt ekki alla
verðbólgu. Ein sérstök verðbólga virðist eiga meiri rétt á sér hjá
mörgum á Íslandi en önnur. Það er húsnæðisverðbólgan. Flestir
Íslendingar vilja að fasteignir þeirra hækki og hækki í verði,
sérstaklega eftir að þeir hafa hafa keypt hana. En þeim er samt
illa við að matvara og lífsnauðsynjar hækki í verði. Það er helst vegna
þess að ekki er hægt að veðsetja ísskápinn og heldur ekki frystikistuna
góðu.Þegar fasteignir Íslendinga hækka í verði þá gerist eitt af tvennu. A)
menn fyllast óánægju með háu fasteignagjöldin, eða, B) þeir fyllast
ánægju og finnst þeir vera orðnir ríkari. Þegar það gerist fara þeir út
að slá, ekki grasið, heldur slá lán út á eignamyndunina sem
húsnæðisverðbólgan bjó til. Á þeirri stundu dettur þeim ekki í hug að
lánaslátta ríkidæmisverðbólgu þeirra muni valda verðbólgu annars staðar í
hagkerfinu. En það er einmitt þessi verðbólga sem er að valda mönnum
höldnum stöðugleika-fetishisisma og evrópskum verðbólgunasisma nokkurs
konar hjartaáfalli. Þessir sjá núna ESB sem bjargvætt.
Tvennt er þá gert samkvæmt læknisráði Brussels: allir eiga að hætta einkaneyslu og lántökum og fara í það að borga niður gömlu lánin sín - þetta er a.m.k það sem menn halda að sé nú þegar í gangi í Evrópu og jafnvel víðar. En þetta eru hrapalleg misráð og rangar ályktanir, því það sem er að gerast núna og sem menn halda að sé ekki að gerast núna er þetta:
Hin óhagganlega
staðreynd er sú að hvergi í heiminum varð til eins mikil og slæm
fasteignaverðbólga og sú sem gerðist fyrir framan nefið á seðlabanka
Evrópusambandsins á evrusvæðinu. Og þessi húsnæðisverðbólga á
evrusvæðinu var að engu leyti mannfjöldaknúin (demography driven). Hún
var eingöngu spákaupmennskuknúin. Massíf útpumpun lána með veði í
fasteignum varð reyndar svo hrottaleg að efnahagur nokkurra landa
evrusvæðis var sprengdur í tætlur í því ferli. Allt með hjálp seðlabanka
Evrópusambandsins; í sjálfri galdramyntinni; í evrum.
Gjaldþrot hlutafélaga í hverjum mánuði í Danmörku frá janúar 1979 til ágúst 2010
Stöðugleika fetishistar Brussels og evrópskir verðbólgunasistar öldrunarhagkerfa ESB drífa sig því í gang með að koma verðbólgunni, sem átti ekki að geta átt sér stað undir galdramyntinni, fyrir kattarnef.Tvennt er þá gert samkvæmt læknisráði Brussels: allir eiga að hætta einkaneyslu og lántökum og fara í það að borga niður gömlu lánin sín - þetta er a.m.k það sem menn halda að sé nú þegar í gangi í Evrópu og jafnvel víðar. En þetta eru hrapalleg misráð og rangar ályktanir, því það sem er að gerast núna og sem menn halda að sé ekki að gerast núna er þetta:
Nauðungaruppboð húsnæðis í Danmörku í hverjum mánuði frá janúar 1993 til águst 2010
1) Ef allir fara í það að borga niður lánin sín á sama tíma þá falla verðin, líka húsnæðisverðin. En það gera lánin þeirra hins vegar ekki. Við þessa verðhjöðnun mun skuldahlutfall skuldara á móti eignum bara hækka. Ergo: skuldarar munu fyrir vikið skulda ennþá meira sem hlutfall af eignum sínum. Laun þeirra munu líka lækka og því mun greiðslubyrði þeirra hækka sem hlutfall af ráðstöfunartekjum.2)
Þegar þetta ferli hófst þá sáu menn að skuldahlutfall í hagkerfinu
byrjaði að smá lækka. En það gerðist einungis vegna þess að svo margir
eru að fara á hausinn. Ekki vegna þess að þeir hafa verið að borga niður
skuldir. Þeir verða bust í stað þess að borga niður skuldir. Þetta er
það verst hugsanlega sem getur gerst í heiminum í dag. Þetta mun
steinrota alla eftirspurn og koma af stað nýrri kollsteypu.
Eignabólur
Vegna
alls þessa ættu menn í dag að vera dálítið þakklátir fyrir verðbólgu.
Hún er merki þess að það er kannski ennþá smá lífsmark í íslenska
hagkerfinu og sem er ekki Evrópusambandslegt elliheimili. Það eina sem
Íslandi vantar núna er ný og betri ríkisstjórn og að innlimunarumsókn
lýðveldis okkar inn í kolanámu Evrópusambandsins verði dregin til baka
samstundis. Þessi umsókn er glæpur gegn lýðræði á Íslandi. Krugman; Default
Is In Our Stars
Tengt efni:
Nokkrum
dögum áður en allt myntbandalag Evrópusambandsins leitaði skjóls hjá
Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum: Nota
þarf snjóþrúgur þegar gengið er á eggjaskurn myntbandalagsins
Fyrri
færsla
Athugasemdir