Hin öfluga króna

Hin öfluga króna Íslenskir fjölmiðlar koma oft á óvart fyrir óvandaðan fréttaflutning þar sem mál eru alls ekki krufin og sjálfsagðra spurninga vegna

Fréttir

Hin öfluga króna

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Íslenskir fjölmiðlar koma oft á óvart fyrir óvandaðan fréttaflutning þar sem mál eru alls ekki krufin og sjálfsagðra spurninga vegna fullyrðingum þeirra sem við er rætt ekki spurt.

Milli jóla og nýjárs var viðtal við unga stúlku sem stundar arkitektanám í Bretlandi og taldi vandræði sín mikil vegna bankakreppunnar og ef LÍN sinnti ekki neyðarkalli sínu með auknu láni yrði hún að hætta námi.  

Sonur bloggara stundar einmitt háskólanám í Bretlandi og tók sín lán í pundum, og hefur því lítið af falli krónu að segja hvað það varðar.  Hinsvegar rýrnaði hýra hans frá sumarvinnu verulega, þar sem honum hugkvæmdist ekki að skipta henni strax í pund.  Reyndar fékk hann sér vinnu í desember, sem þjónn á veitingahúsi, og gerði það mjög gott um jólin, enda sleppti hann því að koma heim til Íslands í jólafrí.


kronan.jpg Annað gott dæmi eru fréttir að vandræðum margra helstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins vegna ,,gjaldeyrisskiptasamninga" sem þau gerðu siðasumars.  Rök þeirra eru þau að til að verja framlegð sína hafi þau tekið stöðu með krónunni, enda sagði forsætisráðherra Geir Haarde í lok september að krónan væri allt of lágt skráð og engar efnahagslegar forsendur væri fyrir svo lágu gengi og krónan gæti ekkert annað en hækkað.  Nú hafa þessi menn sjálfsagt tekið mark á æðsta manni efnahagsmála og talið að útskipaðar og seldar afurðir yrður greiddar með umtalsvert hærri krónu og því kæmu færri í kassann við uppgjör.  Þá gæti einmitt verið snjallt að kaupa töluvert magn af þessum sterka og stöðuga gjaldmiðli, krónunni, og þegar greiðsla kæmi í óværum eins og pundum, dollurum eða evrum væri búið að verja sig fyrir því.  Heyrst hefur að gengisvísitala þyrfti að vera í kringum 150 til að þeir sleppi á sléttu en hún er nú í kringum 215.

Þetta stenst allt saman þangað til kemur að kjarna máslins.  Ef útgerðarfyrirtækin hefðu látið duga að verja sig fyrir hækkun krónu og sniðið stakk eftir vexti, væru þau ekki í neinum vandræðum.  Málið er einfaldlega þannig að þó krónan hafi farið á hinn vegin þá hækkuðu birgðir verulega í krónum talið, og ef rétt væri að aðeins um vörn fyrir framlegð væri að ræða þá hefði sú hækkun nákvæmlega unnið á mót tapi af gjaldelriskiptasamningum.

Málið er auðvitað að þessir menn voru að taka þátt í fjárhættuspili.  Miklu hærri upphæðir hefur verið um að ræða en sem nemur vörn gegn framlegðartapi af hækkun krónu.  Sennilega hafa þessir aðilar ekki þurft að leggja krónu fram í þessu Las Vegas dæmi sínu.  Banka lánuðu 90% af upphæðinni og síðan 10% út á eigið fé fyrirtækjanna, sem hafði blásið út vegna hárrar krónu og þannig lækkun á erlendum skuldum þeirra.

Enn eitt dæmi þar sem gengismálin blandast inní.  Í viðtali við sjávarútvegráðherra þar sem þessi mál voru einmitt rædd, taldi hann réttlætanlegt að fjármunum almennings væri varið til að hjálpa þessum áhættusæknu fyrirtækjum.  Hann taldi það ekki sanngjarnt að gera upp á gengi í dag, sem væri augljóslega allt of lágt skráð, og engar efnahagslegar forsendur fyrir jafn lágu gengi krónu. Enda væri útflutningur að blómstra með lágu gengi krónu og innflutningur hefði snar-minkað á sama tíma vegna lítils kaupmáttar Íslendinga af sömu ástæðum.

Hér er rétt að staldra við og spurning hversvegna blaðamenn sem taka viðtöl sjá ekki í gegnum svona yfirlýsingar.  Mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir fisk er Bretland.  Pundið hefur hríð-fallið undanfarið og markaðaverð á fiskafurðum á sama tíma.  Nærri er hægt að segja að fiskútflytjendur séu að fá sömu krónutölu fyrir afurðir og fyrir hrun krónunnar.  Ástandið er skárra á evrusvæðið en þróun á veðlagi í þeim löndum er hið sama.  Verð á áli hefur fallið úr 3.500 í 1.500 á sama tíma.  Helstu útflutningsafurðir okkar eru því að skila svipuðu í krónum og fyrir fallið, en rekstrarkostnaður hefur rokið upp og erlendar skuldir fyrirtækja einnig, i krónum talið.  

Því miður er þetta bjartsýnishjal og í besta falli tálvon stjórnmálamanna.  Krónan er ekki að braggast en viðbúið að hún gefi frekar eftir þegar hömlur á viðskipti með hana verður smátt og smátt aflétt og eigendur erlendra gjaldmiðla á Íslandi vilja koma fjármunum sínum í burtu.

Það liggur fyrir að nýju bankarnir notuðu 200.000.000.000. til að greiða niður tap á peningamarkaðsjóðum gömlu bankana, og greiddu því miklu meira út af þessum sjóðum en efni stóðu til.  Þrátt fyrir að Viðskiptablaðið hafi ítrekað spurst fyrir um þessa vafasömu ráðstöfun eru engin svör, hvorki frá bönkunum né stjórnmálamönnum.  Þetta er rúmlega 55% af því eiginfé sem stjórnvöld settu í bankana og nálægt helmingur af árlegu ráðstöfunarfé ríkissjóðs.  Í mínum huga áttu þeir sem lögðu fé sitt í þessa sjóði að bera ábyrgð á því sjálfir, en ekki skattgreiðendur.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst