Hitamollu helgi
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 05.07.2011 | 21:13 | | Lestrar 842 | Athugasemdir ( )
Það hefur svo sannanlega verið gott veður að undanförnu og allt hið ákjósanlegasta upp á teningnum jafnt fyrir heimamenn
sem og ferðamenn sem mjög áberandi hafa verið á Siglufirði að undanförnu.Fólk er jafnvel hætt að tala um að "næsta sumar" beri vonandi uppá helgi.
Nýliðinn júnímánuður er sá kaldasti sem undirritaður man eftir, og eru fleiri því sammála.
Þessar ungu skvísur á myndinni hér, nutu þess greinilega í hitanum um sl. helgi, að kæla örlítið hvor aðra með smáslettum, þar sem þær flutu á plasttuðrum á Langeyrartjörn
(sk)
Athugasemdir