Hláka á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 27.02.2014 | 15:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 804 | Athugasemdir ( )
Ég hitti á þá Nonna Geira og Bigga Ingimars þar sem þeir voru að hreinsa frá niðurfalli á Vetrarbrautinni í dag. Að sjálfsögðu voru þeir meira en lítið til í að ég smellti af einni mynd af þeim og brostu sínu breiðast.
Eins og staðan er núna á Sigló er voðalegt slabb og bleyta sem flestum finnst svona frekar leiðinlegt.
En bæjarstarfsmenn eru duglegir að halda niðurföllunum í lagi og að moka götur bæjarins þannig að allt fari nú ekki á flot.
Athugasemdir