Hláka og vatn á götum en rafmagnið komið á
sksiglo.is | Afþreying | 08.12.2015 | 08:57 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 822 | Athugasemdir ( )
Rafmagnið kom aftur á um klukkan tvö í nótt á Sigló og hafa eflaust einhverrir fleiri en fréttaritari vaknað upp við kveikt ljós.
Hlýnað hefur snögglega og eitthvað rignt í nótt en hláka er á götum og nokkuð af vatni þar sem ekki ræsir vel í niðurföll vegna snjós og klaka. Fólk er nú komið á stjá þrátt fyrir rokleifar næturinnar sem nú eru líkari venjulegum vetrarblæstri.
Athugasemdir