Hollenskir skútugarpar
sksiglo.is | Afþreying | 27.06.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 521 | Athugasemdir ( )
Hollenskir skútugarpar
Ég hitti á Gerard Dijkstra sem er hollenskur skútugarpur. Hann og vinafólk
hans kom við á Sigló fyrir nokkrum dögum síðan.
Ég gaf mig á tal við kappann og spurði hann að því hvað
hann og þau sem voru með honum væru að þvælast alla leið á Siglufjörð.
Hann, kona hans og vinafólk þeirra var að koma frá Hornströnd og voru
á leið til Húsavíkur með viðkomu á Siglufjörð og hugsanlega Akureyri (ég náði því nú reyndar ekki alveg).
Eins og mín kunnátta í hlustun á enska tungu talaða af Hollending
skildist mér að þau væru búin að sigla um mest allan heiminn. Gerard Dijkstra er skútuhönnuður og þessi skúta er hönnun hans
frá grunni skyldist mér. Hann tók eftir að ég horfði svolítið vel á stefnið af því það var alveg
lóðrétt niður, enginn bogi undir kjölinn eins og maður sér vanalega á skútum. Þá sagði hann mér það að ef
hönnunin er svona þá verður skútan hraðskreiðari (ég skildi reyndar ekki alveg af hverju en hann reyndi samt að útskýra það svo
vel að á endanum sagði ég bara "aaaa æ sííí" og skildi ekki neitt). Þess má einnig geta að skútan er úr
áli.
Það var alveg hreint hrikalega gaman að spjalla við þetta fólk um
allt á milli himins og jarðar og mjög mikið í sambandi við skútun. Ég hef nefnilega mjög mikinn áhuga á skútum og er reyndar
búinn að bjóða henni Ólöfu minni að sleppa því að eiga hús og eiga bara stóra skútu í staðinn með 3 til 4
herbergjum, borstofu, sturtu og alls konar siglingartækjum, snúrustaura þyrfti ekki því hún gæti hengt þvottinn á seglböndin. Við
þyrftum til dæmis ekkert klósett, við gætum bara notað fötu . En hún vill ekki heyra á þetta minnst og verður stundum hálf-foj
þegar ég minnist á þetta, hún er kannski hrædd um að ég láti verða af þessu einhvern daginn. Skil hreinlega ekkert í
þessu hjá henni. Haldi þið að það sé ekki huggulegt fyrir hana Ólöfu mína að þurfa aldrei að slá og hugsa um
garðinn til dæmis? Ég vill nefnilega persónulega gera eins og maðurinn á Ísafirði sem malbikaði garðinn sinn, málaði hann
grænann og pantaði risastórt plastpálmatré á eBay.
En jæja, meira af Gerard Dijkstra. Ég spurði hann hvort þeir væru
nokkuð á hringferð um landið til þess að ná einhverju af Icesave peningunum aftur en hann bara hló. Ég var ekki viss hvort hann hafi skilið mig
en mig grunaði allavega þá að Icesave hafi ekki verið kynnt næstum því nógu vel fyrir honum og þeim sem hann var með á
skútunni, hann átti allaveg fyrir skútunni og skútuferðinni þannig að hann hefur mjög líklega ekki verið með sinn sparnað í
Icesave krónum. En þetta var ljómandi gott spjall við Gerard Dijkstra og vonandi verður ferðin skemmtileg og góð fyrir þau öll.
Hrólfur og Gerard Djikstra
Athugasemdir