Hörmungar ástand í kirkjugarðinum

Hörmungar ástand í kirkjugarðinum Fór suður í kirkjugarð til að heimsækja föður minn og marga aðra mér kæra vini og ættingja. Það varð frekar lítið úr

Fréttir

Hörmungar ástand í kirkjugarðinum

Hver ber ábyrgð á kirkjugarðinum ?
Hver ber ábyrgð á kirkjugarðinum ?

Fór suður í kirkjugarð til að heimsækja föður minn og marga aðra mér kæra vini og ættingja.

Það varð frekar lítið úr kyrrlátri heimsókn við grafir vegna þess að mér blöskraði svo ástandi á öllu þarna suður í þessum svokallaða kirkjugarði.

Fór og sótti myndavélina og tók fullt af myndum sem ég vil sýna ykkur máli mínu til stuðnings. 

Það fyrsta sem mætir manni er mjög svo skakkur ljósastaur og síðan handónýt hvítmáluð girðing sem er hrunin og bætt er í hana með spýtnabraki og ýmsu öðru og drasl er víða fast í því sem mest líkist rollugirðingu að austanverðu. 

Maður verður einnig furðu lostinn að því hversu þröngt er á milli margra grafa og stundum verður maður hreinlega að traðka yfir grafir til að komast að vinum og ættingjum. Hversvegna verður þetta að vera svona þétt þarna á bökkunum, er plássleysi eitthvað vandamál í þessum garði?

Einnig eru allir bakkarnir í hólum og hæðum þar sem greinilega hefur verið fyllt of mikið á sumar grafir og of lítið á aðrar. Þetta er virkilega ljótt og ofan á alltsaman er þarna hörmungar hirðuleysi á öllum gróðri og grasi, moldarstígar og naglar til að stíga á og illgresi og ósnyrtir runnar eru að éta upp lítinn hvíldarbekk sem varla sést í. 

Móðir mín sagði mér með tár í augunum að rollur hefðu í tvígang étið öll blóm að leiði föður míns sem og mörgum öðrum gröfum áður en einhver kom og "lappaði" upp á kindagirðinguna.

Mér skilst að sóknarnefnd sjái um útborð á hirðingu og umsjá kirkjugarðsins og að sá sem er verktaki í dag búi ekki einu sinni í bænum enda sést það á ástandi kirkjugarðarins og grasi grónum garðverkfærum sem greinilega eru sjaldan notuð.

Mér hefur alltaf fundist að kirkjugarðar eigi að vera eitthvað fallegt, eitthvað sem bíður upp á rólegheit og íhugun í fallegu umhverfi.

Mér finnst að ættingjar mínir og annarra  bæjarbúa sem hvíla þarna suður í garði sem og við öll sem komum til að heimsækja okkar látnu ástvini eigum betra skilið en þetta hörmungarástand sem ríkir þarna suður í kirkjugarði í dag.

Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu eigin máli !

Ónýt girðing

Kindahlið ?

Naglar til að stíga á ?

Illgresi og ósnyrtir runnar

Tröppur og moldarstígur

Krossar á ská og skjön

Moldarhaugar við norðurenda garðsins

Rusl við girðingu

Girðingardrasl á veginum við stóra krossin

Meira rusl

Hmm, veit ekki alveg hvað er verið að tyrfa yfir hér ?

Lambagildra ?

Rafmagnslínan sem liggur að krossinum er ennþá ofanjarðar, hún á kannski bara að vera það ?


Vatnskrani á malarhaug, ekki beinlínis aðgengilegt fyrir eldri borgara

Skakki ljósastaurinn

Að lokum, grasi gróin garðverkfæri, lítið notuð liggja hirðulaus á bakvið ósyrtan runna

Sjá einnig: Og hvernig er svo ástandið í gamla kirkjugarðinum MYNDIR 

                   Pistill: Kirkjugarða vandamál Siglfirðinga er grafalvarlegt mál 

Myndir og Texti: NB
(Jón Björgvinsson) 


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst