Hótel Brimnes
Þegar ég átti leið um Ólafsfjörð fyrir stuttu síðan kom ég við á Hótel Brimnesi og tók létt spjall og útsýnistúr um hótelið hjá honun Kristjáni framkvæmdastjóra Hótels Brimnes.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hótelinu nú þegar og standa enn yfir.
Hótelið er með 11 vel búin herbergi auk þess sem Brimnes býður upp á leigu á 8 sumarbústöðum við vatnið á Ólafsfirði. Á hótelinu er bar og að sjálfsögðu góður veitingastaður með notalegum matsal. Á sumrin er kajakleiga á vatninu sem Brimnes sér um og eru kajakarnir vel nýttir á sumrin.
Þegar ég kom var fullt af iðnaðarmönnum að fara yfir það sem þurfti að gera og betrumbæta.
Það er skömm að segja frá því að ég kom inn á hótelið síðast fyrir 25 árum þegar Eggert í Bakka bauð mér að koma með í hamborgaraferðina eins og ég kallaði ferðina með börnunum hans. Það var ljómandi góð ferð. Það voru held ég keyptir hamborgarar í hverri einustu sjoppu sem við áttum leið framhjá og hamborgararnir á Brimnesi sérstaklega minnistæðir. Ég á alveg pottþétt eftir að gera mér ferð með frúna á Brimnes og kaupa einhvern hollusturétt fyrir hana og fá mér sjálfur eitthvað ögn meira djúsí ef maður má sletta aðeins.
Þeir sem fylgst hafa með skrifum mínum vita líklega að ég er frekar mikill matmaður. Og viti menn. Akkúrat þegar ég var þarna var verið að reyða fram allavega kræsingar sem voru fyrir nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga auk annara sem eru fastagestir hjá Hótel Brimnesi í mat. Það verður nú líklega enginn svikinn af því að skella sér í mat hjá þeim á Brimnesi miðað við það sem ég sá.
Brimnes er örstutt frá sundlauginni í Ólafsfirði, líklega 3-5 mínútna gangur, meira að segja fyrir mann eins og mig sem sefur stundum í stofunni vegna þess að ég nenni bara ekki að ganga alla leið inn í svefnherbergi.
Kristján sýndi mér húsið og herbergin sem eru öll hin glæsilegustu og þetta á bara allt eftir að verða flottara og betra.
Lengi getur gott batnað sagði einhver og Brimnes er á hraðri leið í að verða enn betra hótel en það hefur verið og verður vafalaust vel sótt af ferðamönnum á næstunni.
Hluta myndanna hér fyrir neðan sendi Kristján mér.
Kristján framkvæmdarstjóri.
Ásta að gera matinn klárann fyrir skólafólk og gesti.
Hér er Sirrý að fara yfir bókanir.
Matsalurinn.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Kristján sendi mér. Myndirnar eru teknar bæði á hótelinu og í sumarhúsunum.
Myndirnar eru merktar Mark Shapiro þannig að ég geri ráð fyrir að hann hafi tekið þær.
Glæsileg herbergin á Hótel Brimnesi.
Athugasemdir