Hraðamyndavélar í Héðinsfjarðargöng
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 11.08.2010 | 18:16 | Bergþór Morthens | Lestrar 767 | Athugasemdir ( )
Senn líður að opnun Héðinsfjarðarganga og styttist í verklok, en vígja á göngin um mánaðarmótin september/október. Það er að mörgu að huga áður en göngin verða klár og ýmis verkefni sem þarf að leysa áður en fyrstu bílum verður hleypt í gegn.
Eitt af þessum verkefnum er uppsetning hraðamyndavéla til þess að fylgjast með ökuhraða í göngunum. Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar hefur óskað eftir tilboðum í hraðamyndavélar með öllum búnaði auk skápa fyrir vélarnar. Það er því vissara fyrir ökumenn að halda löglegum ökuhraða í göngunum og passa upp á bensín fótinn.
Tilkynninguna frá Ríkiskaupum má sjá hér.
Eitt af þessum verkefnum er uppsetning hraðamyndavéla til þess að fylgjast með ökuhraða í göngunum. Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar hefur óskað eftir tilboðum í hraðamyndavélar með öllum búnaði auk skápa fyrir vélarnar. Það er því vissara fyrir ökumenn að halda löglegum ökuhraða í göngunum og passa upp á bensín fótinn.
Tilkynninguna frá Ríkiskaupum má sjá hér.
Athugasemdir