Hreystidagur - Norræna skólahlaupið
sksiglo.is | Almennt | 02.10.2012 | 11:53 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 959 | Athugasemdir ( )
Þær voru hressilega blautar hetjurnar okkar sem tóku þátt í Norræna skólahlaupinu að þessu sinni. Hægt var að velja um nokkrar vegalengdir, og völdu margir að hlaupa þær lengri.
Ekki var annað að sjá en flestir væru ánægðir með hlaupið, en væntanlega verður notalegt að fara í sund á eftir og slaka aðeins á eftir átökin.
Markmiðið með norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu.
Auk þess að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Krakkar þið voruð flott og dugleg !!
Athugasemdir