Hugmyndafræði frambjóðanda númer 7748

Hugmyndafræði frambjóðanda númer 7748 Ég tek ofan fyrir DV fyrir þeirra vefsíðu og tilraun þeirra til að hjálpa kjósendum að taka afstöðu til einstakra

Fréttir

Hugmyndafræði frambjóðanda númer 7748

Signý Sigurðardóttir
Signý Sigurðardóttir
Ég tek ofan fyrir DV fyrir þeirra vefsíðu og tilraun þeirra til að hjálpa kjósendum að taka afstöðu til einstakra frambjóðenda. Ég er á sama tíma í grundvallartriðum ósammála þeirri hugmyndafræði sem birtist í spurningalistanum.  Ég er ósammála því að endurskoðun stjórnarskrár snúist um að vera annað hvort mjög hlynnt eða mjög andvíg tilteknum spurningum. Í fyrsta lagi er rangt að gera þau atriði sem á spurningalistanum eru að aðalatriði. Í öðru lagi er rangt að nálgast svör við spurningunum eins og á þeim séu bara tvær hliðar. 

Verkefnið er ekki annað hvort eða - svart eða hvítt - og nálgunin sem spurningalistinn lýsir því rangur í eðli sínu. 

Ef endurskoðun stjórnarskrárinnar ætti að snúast um þetta þá væri óþarft að kjósa einstaklinga til stjórnlagaþings. Þá væri rétta leiðin sú að senda einfaldlega spurningalista á hvert heimili í landinu og við myndum öll svara honum - hlynnt eða andvíg - og ný stjórnarskrá mundi byggja á þeim svörum. Ég er andstæðingur þeirrar hugmyndafræði í grunninn og lít reyndar svo á að þetta viðhorf sem er svo ríkjandi í allri umræðu á Íslandi standi okkur Íslendingum fyrir þrifum.

Heimurinn er ekki svartur eða hvítur, réttur eða rangur. Það eru margar hliðar á öllum málum og við þurfum að læra það fyrst og síðast. Tileinka okkur viðhorf heimspekinnar og ræða hlutina. Velta upp kostum þeirra og göllum í stað þess  að nálgast þau þannig að til sé eitt rétt svar við öllum flóknum viðfangsefnum sem taka þarf afstöðu til. 

Bara til að taka eitt dæmi þá hefur mikið heyrst í umræðunni undanfarið að annað hvort búum við algjört ráherraræði eins og við búum við í dag (sem er að því er virðist að mörgu leyti einstakt í vestrænum lýðræðisríkjum þar sem einstakir ráðherrar hafa reynst hafa vald til að taka ákvarðanir óháð vilja ríkisstjórnar[1]) eða að við komum á fjölskipuðu stjórnvaldi þar sem engar ákvarðanir eru teknar nema ríkisstjórnin í heild samþykki það. 

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við H.Í. bendir á í erindi sínu að þessi nálgun sé ekki rétt. Það séu fleiri kostir í stöðunni en þeir að vera annað hvort með algjört ráðherraræði eins og á Íslandi eða fjölskipað stjórnvald eins og í Svíþjóð. Í Danmörku tíðkist sameiginleg ákvarðanataka innan ríkisstjórnar um tiltekin málefni

Grundvallaratriði sem skiptir meira máli en margt annað að það er ekki annað hvort eða algjört ráðherraræði eins og Íslandi eða fjölskipað stjórnvald eins og Svíþjóð. Það er ekki heldur hægt að segja að íslensku stjórnarskránni sé um að kenna að málum er fyrirkomið eins og raunin er. Það er hægt að segja að ráðherraræði á Íslandi er eins og það er í skjóli stjórnarskrárinnar og að því þarf að breyta. Hvernig hlýtur að vera verkefni stjórnlagaþingsins. 

Stjórnlagaþing snýst um að búa til góða stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem setur réttindi borgaranna í öndvegi.Stjórnarskrá sem tryggir raunverulega þrískiptingu ríkisvalds. Stjórnarskrá sem setur framkvæmdavaldinu skorður. Stjórnarskrá sem tryggir jafnara vægi atkvæða. Stjórnarskrá þar sem menn mæta til leiks með virðingu og opinn huga.

Svör við því hvernig þetta verði best tryggt vil ég nálgast með því að kynna mér fyrirmyndir annarra þjóða. Ræða þær og velta upp kostum og göllum á hverri fyrir sig og komast að niðurstöðu. Byltingar er ekki þörf, fyrst og síðast þarf að vanda til verka.

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst