Hugsanleg repjurækt í Eyjafirði
landpostur.is | Norðlenskar fréttir | 08.03.2011 | 09:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 402 | Athugasemdir ( )
Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segist sjá tækifæri á Suðurlandi, í Skagafirði og Eyjafirði til repjuræktar, en fyrirtækið stefnir að því að hefja olíuframleiðslu úr repju hér á landi.
af stað fyrir alvöru.
Repjujurtin er hávaxin káltegund sem notuð er sem fóðurplanta fyrir dýr auk þess sem plantan er notuð til jurtaolíuframleiðslu og framleiðslu á lífdísel.
Fram að þessu hefur plantan fyrst og fremst verið notuð sem fóður fyrir mjólkurkýr og lömb hér á landi.
Miklar vonir eru bundnar við ræktun repjunnar hér og er tilraunaræktun þegar hafin í samstarfi við Landbúnaðarháskólann. Þær tilraunir hafa lofað góðu og bendir raunar uppskerann til þess að afreksturinn hérlendis geti orðið allt að þriðjungi meiri en gerist og gengur í Evrópu. Stafar það af því að repjan nærist mikið á birtunni, en nóg er af henni hér allan sólarhringinn yfir sumartímann.
Olíuverð er sífellt að hækka á heimsmarkaði og auk þess sem ríkið gefur nú afslátt á gjaldtöku á innlendum orkugjöfum. Framleiðsla á slíku eldsneyti geti því reynst hagkvæm og sparað Íslendingum eitthvað af þeim kostnaði sem hlýst af innflutningi á eldsneyti fyrir bæði bíla- og fiskiskipaflota landsins.
Athugasemdir