Hugsanleg repjurækt í Eyjafirði

Hugsanleg repjurækt í Eyjafirði Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segist sjá tækifæri á Suðurlandi, í Skagafirði og Eyjafirði til repjuræktar, en

Fréttir

Hugsanleg repjurækt í Eyjafirði

Gul blóm repjujurtarinnar ( Mynd: commons.wikimedia.org)
Gul blóm repjujurtarinnar ( Mynd: commons.wikimedia.org)
Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segist sjá tækifæri á Suðurlandi, í Skagafirði og Eyjafirði til repjuræktar, en fyrirtækið stefnir að því að hefja olíuframleiðslu úr repju hér á landi.

Fyrirtækið hefur nú þegar lagt töluverða fjármuni í rannsóknir á hversu raunhæft sé að hefja repjuolíuframleiðslu og gert er ráð fyrir að það kosti á bilinu þrjú- til fimmhundruð milljónir að koma verkefninu
af stað fyrir alvöru.

Repjujurtin er hávaxin káltegund sem notuð er sem fóðurplanta fyrir dýr auk þess sem plantan er notuð til jurtaolíuframleiðslu og framleiðslu á lífdísel.
Fram að þessu hefur plantan fyrst og fremst verið notuð sem fóður fyrir mjólkurkýr og lömb hér á landi.

Miklar vonir eru bundnar við ræktun repjunnar hér og er tilraunaræktun þegar hafin í samstarfi við Landbúnaðarháskólann. Þær tilraunir hafa lofað góðu og bendir raunar uppskerann til þess að afreksturinn hérlendis geti orðið allt að þriðjungi meiri en gerist og gengur í Evrópu. Stafar það af því að repjan nærist mikið á birtunni, en nóg er af henni hér allan sólarhringinn yfir sumartímann.

Olíuverð  er sífellt að hækka á heimsmarkaði og auk þess sem ríkið gefur nú afslátt á gjaldtöku á innlendum orkugjöfum. Framleiðsla á slíku eldsneyti geti því reynst hagkvæm og sparað Íslendingum eitthvað af þeim kostnaði sem hlýst af innflutningi á eldsneyti fyrir bæði bíla- og fiskiskipaflota landsins.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst