Hvað veit ég?

Hvað veit ég? Fór eitt kvöldið að rýna í fjármál sveitafélaganna hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga. Rakst þar á Árbók sveitafélaga sem var með fullt

Fréttir

Hvað veit ég?

Róbert Haraldsson
Róbert Haraldsson

Fór eitt kvöldið að rýna í fjármál sveitafélaganna hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga. Rakst þar á Árbók sveitafélaga sem var með fullt af skjölum og óhemju mikið af tölulegum staðreyndum, ekki beint skemmtilegasta lesefnið fyrir almenning.

 

Þar sem mér finnst svo gaman að spá í alla tölfræði og útreikninga, þá lagðist ég yfir tölur frá Fjallabyggð undanfarin ár. Niðurstöður komu mér mjög á óvart og ég er nokkuð viss um að þær munu einnig fá þig lesandi góður til að spá örlítið í stöðu Fjallabyggðar í fjármálum. Hér á eftir koma nokkrar staðreyndir um fjármál sveitafélags okkar.........

Staðreyndir fyrir árið 2006 (fyrsta árið okkar í sameiningunni)
Kostnaður við rekstur Fjallbyggðar var 26.853 krónur yfir landsmeðaltali, á hvern íbúa.   ( + 7,5 %)
Kostnaðarliður sveitarfélagsins hvað varðar laun og launatengd gjöld var 57.300 krónur yfir landsmeðaltali á hvern íbúa. ( + 28 %)

Staðreyndir fyrir árið 2008 (engar tölur komnar fyrir 2009)
Kostnaður við  rekstur Fjallbyggðar var 77.193 krónur yfir landsmeðaltali, á hvern íbúa.  ( + 17 %, , 164 milljónir umfram landsmeðaltal)
Kostnaðarliður sveitarfélagsins hvað varðar laun og launatengd gjöld var 92.185 krónur yfir landsmeðaltali á hvern íbúa. ( + 38 %, tæplega 200 milljónir umfram landsmeðaltal)

Eftir að hafa fengið þessar niðurstöður, þá vöknuðu nokkuð margar spurningar hjá mér.
Kannski er ég að misskilja eitthvað eða rangtúlka. Eflaust geta stjórnendur bæjarins gefið okkur bæjarbúum skýr og skiljanleg svör við þessum vangaveltum mínum. Því læt spurningarnar flakka......

1. Hvernig er hægt að halda því fram að staða sveitafélagsins sé í góðum málum?
2. Hversu lengi er hægt að keyra sveitafélagið á þessu tempói?
3. Er ekk búið að spenna bogann allt of mikið?
4. Hver er ástæðan fyrir þessum hækkunum á milli tveggja ára?
5. Hvers vegna eru þessar tölur ekki til umræðu nú fyrir kosningar?
6. Hvers vegna talar engin lengur um hagræðingu og sparnað?

Og svo er kannski stærsta spurningin af öllum, sem brennur á vörum margra............
Lendi ég undir skurðarhnífnum ...........?

Bara smá pælingar, hjá íbúa sem veit örlítið meir í dag en í gær..........

Róbert Haraldsson.


Athugasemdir

05.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst