Hvað verður um Lágheiðina ?

Hvað verður um Lágheiðina ? Fréttastofa RÚV fjallar um Lágheiðina í frétt á heimasíðu sinni og þar eru uppi vangaveltur um framtíð vegarins.

Fréttir

Hvað verður um Lágheiðina ?

Fréttastofa RÚV fjallar um Lágheiðina í frétt á heimasíðu sinni og þar eru uppi vangaveltur um framtíð vegarins.

Menn hafa áhyggjur af því að eftir að Héðinsfjarðargöngin verði opnuð verði hvorki hugað að lágmarksviðhaldi vegarins um Lágheiði né inn Fljótin.

Það yrði mikil synd ef vegurinn drabbaðist niður, en það má sjá þess merki nú þegar.

Þeir sem hafa keyrt heiðina nýverið hafa tekið eftir hrikalegu ástandi hennar og það stendur víst ekki til að hefla eða sinna veginum á næstunni.

Það verða eflaust flestir Siglfirðingar fegnir því að þurfa ekki að keyra Lágheiðina aftur, en það er einhver sjarmi yfir þessari leið og með tímanum eiga menn örugglega eftir að hugsa til hennar með ákveðinni nostalgíu.

Fréttastofa RÚV ræddi við Jón Elvar Númason, bónda á Þrasastöðum innst í Fljótum :

Jón Elvar Númason, bóndi á Þrasastöðum innst í Fljótum, fagnar því að sumarumferð á Lágheiði leggist því sem næst af í kjölfar opnunar Héðinsfjarðarganga enda hafi hann misst tugi lamba á hverju sumri eftir að keyrt hefur verið á þau

Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun um næstu mánaðamót. Jón Elvar segist ekki koma til með að sakna umferðarinnar um heiðina yfir sumarmánuðina.

Á móti kemur að Jón Elvar hefur sótt atvinnu til bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og hann óttast að eftir að Héðinsfjarðargöngin verði opnuð verði hvorki hugað að lágmarksviðhaldi vegarins um Lágheiði né inn Fljótin.





Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst