Hvanneyrarskál

Hvanneyrarskál Siglufjörður er að mestu umkringdur 600 til 900 metra háum fjöllum en er þó opinn til norðurs. Hvanneyrarskál skilur að Hvanneyrarhnjúk og

Fréttir

Hvanneyrarskál

Hvanneyrarskál. Mynd: Hákon Örn Halldórsson.
Hvanneyrarskál. Mynd: Hákon Örn Halldórsson.

Siglufjörður er að mestu umkringdur 600 til 900 metra háum fjöllum en er þó opinn til norðurs. Hvanneyrarskál skilur að Hvanneyrarhnjúk og Hafnarhyrnu í suðri. Botn skálarinnar liggur í um 200 metra hæð yfir sjó.
Hvanneyrarskál var fræg á síldarárunum sem sérstakur unaðsstaður elskenda.
Að ganga upp í Hvanneyrarsál er tiltölulega auðvelt og ættu allir sem koma til Siglufjarðar að gera sér ferð þangað upp. Við snjóflóðavarnagarðana má finna vegslóða sem hægt er að ganga eftir upp í skálina.

Hefur skapast sú hefð hér í bæ að setja lýsingu á Hvanneyrarskálarbrún og ártalið í hlíðina fyrir neðan  fyrir hver jól og um áramótin birtist svo nýja ártalið þegar klukkan slær tólf. Allt hófst þetta þegar starfsmenn SR Síldarverksmiðju ríkisins fóru með kynda í Hvanneyrarskálarbrún um áramótin árið 1947. Fjöldi kyndla sem bornir voru upp í skálina miðaðist við ártalið hverju sinni. Árið 1952 tóku nokkrir unglingsdrengir sig til og ákváðu að búa til ártal með olíubornum kyndlum í hlíðinni undir Hvanneyrarskálinni. Komu þeir kyndlunum fyrir á gamlársdag og kveiktu svo á þeim um miðnætti, þá birtist ártalið 1953. Héldu þeir þessu áfram til ársins 1959. Í kringum árið 1960 var raflýsingu komið fyrir í stað kyndlanna. 


Athugasemdir

30.október 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst