Í dag! FRIÐARHLAUPIÐ Í FJALLABYGGÐ

Í dag! FRIÐARHLAUPIÐ Í FJALLABYGGÐ Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur

Fréttir

Í dag! FRIÐARHLAUPIÐ Í FJALLABYGGÐ

Friðarhlaupari á flugi
Friðarhlaupari á flugi

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Þetta er í 10. sinni sem hlaupið er á Íslandi.
Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið er nú nær hálfnað með hringhlaup sitt um Ísland eftir strandlengjunni. Hlauparar eru nú staddir á Norðurlandi og verður komið við í Fjallabyggð í dag.

Hlaupahópurinn mun hitta krakka úr íþrótta- og knattspyrnuskóla KF við Tjarnaborg kl. 14:15, í dag mánudag, og verður hlaupið að íþróttasvæðinu.

Nánari upplýsingar veitir liðsstjóri hlaupsins, Torfi Leósson, í síma 697-3974

Sjá einnig heimasíðu hlaupsins: http://www.peacerun.org/is/

Sri Chinmoy stofnandi Friðarhlaupsins

Myndir og texti:
Lánað frá heimasíðu Fjallabyggðar


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst