Íkveikjur á Siglufirði

Íkveikjur á Siglufirði Íkvekjur undanfarna daga hafa vakið nokkurn óhug meðal íbúa Siglufjarðar, en Kveikt var í öðrum bíl aðfaranótt þriðjudags. Það er

Fréttir

Íkveikjur á Siglufirði

Lögregla rannsakar fyrri íkveikjuna
Lögregla rannsakar fyrri íkveikjuna
Íkvekjur undanfarna daga hafa vakið nokkurn óhug meðal íbúa Siglufjarðar, en Kveikt var í öðrum bíl aðfaranótt þriðjudags. Það er því búið að brenna tvo bíla á stuttum tíma. Auk þess hafa átt sér stað nokkrar íkveikjutilraunir en lögreglan hefur nú handtekið ungan karlmann og er hann grunaður um íkveikjurnar.

Lögreglan hefur nú staðfest að um íkveikjur er að ræða, Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglunni á Akureyri, sagði aðspurður að maðurinn hefði verið handtekinn vegna gruns um íkveikju í bíl við Hótel Læk aðfaranótt laugardags en hefði verið sleppt að loknum yfirheyrslum.

Það var svo um þrjú í nótt sem tilkynnt var um Pajero Jeppabifreið sem stóð í ljósum logum við Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

Maðurinn var í kjölfarið handtekinn vegna gruns um íkveikjuna og gisti fangageymslur. Yfirheyrslur fóru svo fram á Siglufirði í dag og í kjölfarið var ákveðið að færa manninn til Akureyrar í gæsluvarðhald.

Maðurinn er auk þess grunaður um tvær tilraunir til íkvekju, í bíl við Hvanneyrarbraut og í Ljóðasetrinu á túngötu, skemmdir voru þó minniháttar.

Að sögn Gunnars Jóhannssonar, rannsóknarlögreglunni, fer ekki á milli mála að um íkveikju var að ræða og að málið fari nú í eðlilegan farveg í dómskerfinu.

Sá grunaði bíður nú dóms vegna íkveikju á ólafsfirði.  Lögreglan biður alla þá sem einhverjar upplýsingar hafa um brunana að hafa samband við annaðhvort lögregluna á Siglufirði eða Akureyri.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst