Ingólfur Veðurguð skemmti á Torginu

Ingólfur Veðurguð skemmti á Torginu Pæjumótið í knattspyrnu hófst í gær og er bærinn nú orðinn fullur af knattspyrnustúlkum og aðstandendum þeirra. Það

Fréttir

Ingólfur Veðurguð skemmti á Torginu

Ingó Veðurguð
Ingó Veðurguð
Pæjumótið í knattspyrnu hófst í gær og er bærinn nú orðinn fullur af knattspyrnustúlkum og aðstandendum þeirra. Það voru tæplega 150 leikir sem voru spilaðir í gær og stemningin í bænum var með eindæmum góð.



Stúlkurnar léku við hvurn sinn fingur á mótssvæðinu í dag en þegar að leikjum var lokið tók við fjölbreytt skemmtidagskrá í bænum.

Leikhópurinn Lotta mætti á svæðið og sýndi góð tilþrif en hápunktur kvöldsins var án efa framkoma Ingólfs Þórarinssonar sem er kanski betur þekktur sem Ingó í Veðurguðunum.

Ingó náði upp frábærri stemningu hjá þeim fjölmörgu áhorfendum sem lögðu leið sína á Torgið og náði hann einstaklega vel til yngri kynslóðarinnar sem var í meirihluta áhorfenda.

Þessi fyrsti dagur mótsins var einstaklega vel heppnaður og allt útlit fyrir frábært Pæjumót.



Ingó náði upp góðu stuði á snörpum tónleikum og heillaði hann Pæjurnar upp úr takkaskónum.







Athugasemdir

05.febrúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst