Isgolf Kiwanis í kringum landið

Isgolf Kiwanis í kringum landið Dagana 18. júní til 2. júlí 2012 vinnur Kiwanishreyfingin í samvinnu við UNICEF að ótrúlegu verkefni sem felst í að leika

Fréttir

Isgolf Kiwanis í kringum landið

Hópurinn við Þelamörk
Hópurinn við Þelamörk
Dagana 18. júní til 2. júlí 2012 vinnur Kiwanishreyfingin í samvinnu við UNICEF að ótrúlegu verkefni sem felst í að leika golfkúlu meðfram þjóðvegi 1 hringinn í kringum landið - 1.380 km leið!

Þetta samsvarar því að leika um 300 golfhringi. Kiwanis mun safna áheitum á slegið högg, að hámarki 9500. Framlag þitt verndar líf barna gegn stífkrampa í 34 fátækustu og afskekktustu ríkjum heims og bætir aðbúnað á sambýlum fatlaðra víðs vegar um landið.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði tók þátt í verkefninu og fóru fimm félagar fimmtudaginn 28. júní til móts við hópinn þar sem hann var staddur við Þelamörk og tveir þeirra spiluðu golf í rúma 6 klukkutíma þar til komið var í Varmahlíð alls um 85 km. Á þessari leið mun hver einstaklingur  hafa slegið á milli 80 og 90 högg en á þessari leið voru sjö kylfingar sem slógu og var hvert högg um 150 metrar. Hitastigið fór upp í 25 gráður á Öxnadalsheiðinni.



Hópurinn að undirbúa ferðina inn Öxnadalinn





Þelamörk





Skjaldarfélagar: Guðmundur, Jóhannes, Steinar, Oddbjörn og Hallgrímur.



Dröfn, að stjórna umferð. Það var gaman að sjá hvað vegfarendur tóku þessu vel.





Tökumaður frá Skjá einum á árbakkanum





Jónasarlundur, hópurinn fékk sér hressingu



Slappað af











Tökumaður frá Skjá einum og hjólreiðamaður sem spurði hvað um væri að vera



Hitastigið á Öxnadalsheiði 25 gráður



Kaffipása







Gefið merki um að það megi slá



Oddbjörn að ræða við Dröfn



Nálgast Varmahlíð kl. 19:15

Texti og myndir: GJS













Athugasemdir

29.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst