Breyttur leiktími
sksiglo.is | Íþróttir | 06.09.2012 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 355 | Athugasemdir ( )
Laugardaginn 8. september klukkan 17:00 leikur meistaraflokkur KF við Njarðvík á Ólafsfjarðarvelli í 2. deildinni. Um er að ræða enn einn stórleikinn hjá liðinu en strákarnir berjast nú harðri baráttu um sæti í 1. deild.
Núna þegar þrjár umferðir eru eftir er liðið í 2. sæti og hefur því málin í sinni hendi eins og oft er sagt. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessari baráttu með strákunum og fjölmenna á völlinn! Á undanförnum leikjum hefur verið sorglega fátt á okkar heimaleikjum og það er eitthvað sem stuðningsmenn KF verða að bæta úr núna á endasprettinum.Allir á völlinn og áfram KF!
Texti og mynd: Aðsent
Athugasemdir