Ísraelar fyrir Ísland

Ísraelar fyrir Ísland Hópur ísraela er nú staddur á Siglufirði og hefur verið að sinna hinum og þessum sjálfboðastörfum.

Fréttir

Ísraelar fyrir Ísland

Ísraelar fyrir Ísland
Ísraelar fyrir Ísland
Hópur ísraela er nú staddur á Siglufirði og hefur verið að sinna hinum og þessum sjálfboðastörfum.

Hópurinn sem kallar sig Ísraela fyrir Ísland var í skoðunarferð á Síldarminjasafninu þegar fréttamann bar að garði.

Þau eru búin að vinna við það að hreinsa strandlengjuna hér á Siglufirði auk þess sem þau fóru upp í Skarðsdal og tóku til í kringum skíðasvæðið.

Hópurinn var afar áhugasamur um land og þjóð og svaraði fréttamaður mörgum spurningum og fullvissaði þau um að við hefðum það ekki alveg eins slæmt og alþjóðlegar fréttir virðast gefa til kynna.

Kreppan var þeim ofarlega í huga og spurðu þau mikið um áhrif hennar á Íslandi og þá sérstaklega hér á Siglufirði.

Það er greinilegt að fjármálakreppan og Eyjafjallajökull hafa verið mikil landkynning, en það má svo deila um hversu góð kynningin hefur verið.

Þetta er greinlega hress og skemmtilegur hópur sem vill vinna af krafti meðan að þau eru í bænum og styrkja samand Ísrael og Íslands.

Það er svo sannarlega ánægjulegt að fá hópa af útlendum sjálfboðaliðum hingað í bæinn og skilja þeir mikið eftir sig hvort sem það er með vinnuframlagi eða með því að gefa okkur innsýn í þeirra menningu og líf.




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst