Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF 2014

Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF 2014 Kæru foreldrar barna á íþrótta- og knattspyrnuskólaaldri fædd árið 2006-2010. 10.júní hefst íþrótta- og

Fréttir

Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF 2014

Kæru foreldrar barna á íþrótta- og knattspyrnuskólaaldri fædd árið 2006-2010.

10.júní hefst íþrótta- og knattspyrnuskóli KF með kröftugu, fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Skólinn verður starfræktur til 14.ágúst. Frídagar eru 17.júní, 31.-04.ágúst og 8.ágúst.

Umsjónarmaður skólans verður Kristján Vilhjálmsson. Honum til aðstoðar verða nokkrir starfsmenn, en fjöldi þeirra fer eftir skráningu. Það er því mikilvægt fyrir KF að fjöldi skráninga sé á hreinu og biðjum við foreldra um að skrá sem fyrst. Skólinn verður með svipuðu sniði eins og undanfarin ár, þ.e. alla virka daga frá klukkan 13:00- 16:00.

Skólinn verður á Siglufirði mánudaga og miðvikudaga og á Ólafsfirði þriðjudaga og fimmtudaga. Föstudagarnir verða svo til skiptis og verður fyrsti föstudaginn, þ.e. 13.júní á Siglufirði. Mætingarstaður er ávallt sá sami nema annað sé tekið fram. Á Siglufirði er mæting að Hóli og á Ólafsfirði við Vallarhúsið.

Rútan fer frá Neðra skólahúsi á Siglufirði og frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði klukkan 12:45. Í rútunni er ávallt einhver starfsmaður úr skólanum til staðar. Börn fædd 2010 er velkomin í skólann en sérstök athygli er vakin á því að börn í þessum árgangi geta eingöngu sótt skólann í sínum byggðarkjarna.

Félagið þykir ekki tímabært að svo ungir iðkendur fari í rútu á milli byggðarkjarnanna. Markmiðið er að foreldrar fái tölvupóst á sunnudögum með skipulagi komandi viku. Skipulagið er unnið út frá m.a. veðurspá og þannig vita foreldrar hvað krakkarnir eru að gera og hvernig fatnað eða annað sem þau þurfa að hafa með sér. KF vill ítreka að foreldrar þurfa að senda krakkana með hollt og gott nesti.

Verðskrá íþrótta- og knattspyrnuskóla KF er:

Allt sumarið: 25.000.-

Mánaðargjald: 15.000.-

Vikugjald: 5.000.-

Verð fyrir 2010 árganginn er helmingur þess sem gefinn er hér upp að ofan Skráning í skólann er á tölvupósti kf@kfbolti.is þar sem koma þarf fram hversu langan tíma barnið ætlar að sækja skólann, nafn foreldra, netfang og GSM, nafn barnsins og kennitala.

Einnig allar aðrar upplýsingar sem foreldrum finnst vert að umsjónarmaður hafi vitneskju um.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband í síma 898-7093 (Óskar) eða 692-0417 (Kristján).

Vonumst til að sjá sem flesta krakka í flottum og vel skipulögðum íþrótta- og knattspyrnuskóla KF sumarið 2014.

Með kærri kveðju, barna- og unglingaráð KF

Rútuáætlun:

Mánudagur, miðvikudagur og föstudagur (20.júní, 04 og 18.júlí)

12:45 Frá Neðra skólahús á Siglufirði til Vallarhúsins á Ólafsfirði

15:45 Frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði til Neðra skólahúss á Siglufirði

Þriðjudagur, fimmtudagur og föstudagur (13. og 27.júní, 11. og 25.júlí)

12:45 Frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði til Hóls 15:45

Frá Hóli til Vallarhúsins á Ólafsfirði


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst