Jazztónleikar á Hannes Boy 21:00

Jazztónleikar á Hannes Boy 21:00 Einstakir jazztónleikar munu fara fram á Hannes Boy sunnudaginn 3. apríl klukkan 21:00 þegar þau Björn Thorodssen,

Fréttir

Jazztónleikar á Hannes Boy 21:00

Einstakir jazztónleikar munu fara fram á Hannes Boy sunnudaginn 3. apríl klukkan 21:00 þegar þau Björn Thorodssen, Gunnar Hrafnsson og Margot Kiis koma saman til að hrífa Siglfirðinga með jazzhæfileikum sínum.

Björn Thorodssen þekkja allir sem fremsta jazzgítarista íslendinga. Hann hef unnið til fjölda verðlauna fyrir gítarleik sinn, meðal annars var hljómsveitin hans Guitar Islandico fyrsta jassbandið til að fá gullplötu fyrir söluháa plötu.

Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og tónlistakennari við FÍH hefur verið meðlimur Stórsveitar Reykjavíkur frá árinu 1994 og er talinn einn af fremri kontrabassaleikurum landsins.

Margot Kiis söngkona úr Dalvíkurbyggð  kennir djass- og dægurlagasöng í Tónlistaskólanum á Akureyri. Margot er glæsileg söngkona sem meðal annars hefur gefið út djassplötu með þekktum íslenskum djasshljóðfæraleikurum, þar með talið Gunnari Hrafnssyni.


Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst