Jólaföndur Grunnskóla Fjallabyggðar
Hið árlega jólaföndur Grunnskóla Fjallabyggðar var haldið á þriðjudags og miðvikudagskvöld í austur og vestur bænum. Börn úr 1-6 bekk buðu foreldrum sínum á þetta skemmtilega kvöld þar sem allir hjálpuðust að að gera sem fallegasta skrautið fyrir jólin og föndruðu jafnt feður sem og mæður af hjartans list með börnunum sínum.
Á eftir gæddu gestir sér svo á kræsingum sem 7. bekkur sá um að bera fram á borð. Glæsileg frammistaða hjá þeim að vanda.
Myndaalbúm frá jólaföndrinu má finna hér
Ljósmyndir og texti: Guðný Kristinsdóttir
Athugasemdir